Fréttayfirlit

Fundarboð 591. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 591 FUNDARBOÐ 591. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 11. ágúst 2022 og hefst kl. 8:00.
09.08.2022
Fréttir

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Tónmenntakennari, afleysing frá október 2022. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum tónlist og tónsköpun. Hrafnagilsskóli hefur verið leiðandi í öflugu tónlistarstarfi á landsvísu. Í skólanum er m.a. samþætting tónlistar við hinar ýmsu námsgreinar og söngur á daglegum samverustundum. Ráðið er í starfið frá október 2022 og nær ráðningin til 31. júlí 2023. Reynsla af kennslu og vinnu með börnum er æskileg. Leitað er eftir tónmenntakennara sem; er tónlistarmenntaður. sýnir metnað í starfi. býr yfir frumkvæði, skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Karlkyns starfsmaður í íþróttamiðstöð og skólaliði. Óskum eftir að ráða starfsmann í baðvörslu í karlaklefa sundlaugar og íþróttahúss. Viðkomandi sinnir einnig störfum sem falla undir starfssvið skólaliða grunnskóla. Um er að ræða 80% starfshlutfall. Starfsmaður vinnur fjóra virka daga í viku frá klukkan 6:00 til klukkan 14:00. Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða og geta hafið störf sem fyrst. Leitað er eftir starfsmanni sem; sýnir metnað og sjálfstæði í starfi. vinnur í góðri samvinnu við sundlaugargesti, starfsfólk og nemendur. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022 og sótt er um með því að senda netpóst á netföngin, hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
02.08.2022
Fréttir

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokuð 18.-29. júlí vegna sumarleyfa

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 18. júlí til og með 29. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.
14.07.2022
Fréttir

Gangnadaga haustið 2022

Fjallskilanefnd ákvað á 43. fundi sínum gangnadaga haustið 2022.
13.07.2022
Fréttir

Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí - Hverfiskort fyrir laugardaginn 16. júlí - Opnar vinnustofur og flóamarkaðir

Komið og fáið ykkur rölt í hverfinu kl. 12-16. Markaðir í Laugarborg + kvenfélagsvöfflur, kaffi, te og djús. Opnar vinnustofur og flóamarkaðir laugardaginn 16. júlí vítt og breytt um Hrafnagilshverfi.
12.07.2022
Fréttir

Stjórn Hollvina SAk hvetja alla Eyfirðinga til að ganga í Hollvini SAk

Stjórn Hollvina SAk hvetja alla Eyfirðinga til að ganga í Hollvini SAk. Árgjaldið sem Hollvinur greiðir er 5.000.-kr. Hollvinir skipta máli og þeir hafa bjargað lífum með sínum gjöfum. Vertu stolltur Hollvinur og skráðu þig og vertu hluti af mjög góðu samfélagi. Hægt er að gerast Hollvinur SAk með því að fara á heimasíðu SAk og skrá sig þar. Hlekkurinn er https://www.sak.is/is/moya/page/hollvinasamtok-sjukrahussins-a-akureyri Einnig er hægt að senda póst á netfangið hollvinir@sak.is Forðmaður Hollvina Jóhannes Bjarnason hvetur jafnframt fyrirtæki og félagasamtök til að taka Hollvinum SAk fagnandi í næstu stór söfnun samtakana. „En Hollvinir ætla að endurnýja öll rúm á Kristnesspítala. Ef vel gengur náum við að afhenda nýju rúmin síðar á þessu ári og að því stefnum við ótrauð,“ segir hann. Þess má ennfremur geta í þessu sambandi að Hollvinir SAk endurnýjuðu endurhæfingartækin á Kristnesspítala fyrir nokkrum árum.
11.07.2022
Fréttir

Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí – hátíð í heimabyggð

Kvenfélagið Iðunn býður íbúum Eyjafjarðarsveitar, gestum og gangandi að koma og fá sér rölt um Hrafnagilshverfi helgina 16. og 17. júlí. Markaður verður í Laugarborg báða dagana og síðan mismunandi dagskrárliðir að auki laugardag og sunnudag kl. 12:00-16:00. Hverfiskort verður sett á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, hengt upp í anddyri Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar og í Laugarborg, þegar nær dregur. Á kortið verður merkt hvar opnar vinnustofur og flóamarkaði verður að finna í hverfinu laugardaginn 16. júlí.
08.07.2022
Fréttir

Hollvinir SAk færa Kristnesspítala góðar gjafir

-Næsta skref er að endurnýja öll sjúkrarúm á stofnuninni og er fjársöfnun þegar hafin.
08.07.2022
Fréttir

Kæru Funafélagar og velunnarar

Bæjakeppni Funa 2022 sem á að vera næsta föstudagskvöld verður frestað til 3. ágúst vegna veðurs, einnig frestast reiðtúrinn í Djúpadal um óákveðinn tíma.
23.06.2022
Fréttir

Hælið - Setur um sögu berklanna

Ert þú búinn að heimsækja HÆLIÐ? Opið frá 13-17 alla daga. Velkomin ❤️ María HÆLISstýra
21.06.2022
Fréttir