Finnur Yngvi Kristinsson nýr sveitarstjóri Eyjafjarđarsveitar

Finnur Yngvi Kristinsson nýr sveitarstjóri Eyjafjarđarsveitar Finnur Yngvi Kristinsson hefur veriđ ráđinn sveitarstjóri í Eyjafjarđarsveit. Á fundi

Finnur Yngvi Kristinsson nýr sveitarstjóri Eyjafjarđarsveitar

Finnur Yngvi Kristinsson hefur veriđ ráđinn sveitarstjóri í Eyjafjarđarsveit.

Á fundi sveitarstjórnar ţann 16. ágúst var samţykkt ađ ráđa Finn Yngva Kristinsson í starf sveitarstjóra Eyjafjarđarsveitar og tekur hann viđ af Ólafi Rúnari Ólafssyni sem ţegar hefur látiđ af störfum ađ eigin ósk.

Finnur Yngvi lauk BS námi í viđskiptafrćđi ásamt MBA námi í verkefnisstjórnun frá Arizonaí Bandaríkjunum áriđ 2008 og hefur frá ţví veriđ búsettur á Siglufirđi ţar sem hann hefur ásamt eiginkonu sinni, Sigríđi Maríu, leitt rekstur og uppbyggingu Rauđku ehf., sem á međal annars og rekur Sigló Hótel og veitingastađina Hannes Boy og Kaffi Rauđku. Finnur Yngvi er einnig rafvirkjameistari og menntađur raf- og rekstrariđnfrćđingur frá Tćkniháskóla Íslands.

„Eftir rúm níu ár í ţessari viđamiklu uppbyggingu á Siglufirđi var kominn tími á breytingar hjá okkur hjónum og ţegar ég sá ţetta spennandi tćkifćri opnast í Eyjafjarđarsveit ákvađ ég ađ láta slag standa“ segir Finnur Yngvi. „Ég ţrífst vel í fjölbreyttum verkefnum og nýt ţess ađ stuđla ađ framförum ţess samfélags sem ég bý í og el börn mín upp í. Ég tel starf sveitastjóra Eyjafjarđasveitar afar spennandi starf, bćđi fjölbreytt og krefjandi. Ţađ eru mörg spennandi verkefni í farvatninu hjá Eyjafjarđarsveit og er mér heiđur af ţví ađ taka ţátt í ţví starfi á komandi árum“.

Finnur Yngvi er 39 ára og giftur Sigríđi Maríu Róbertsdóttur og eiga ţau ţrjú börn. „Ţađ tók okkur hjónin ekki langan tíma ađ ákveđa okkur hvort viđ vćrum til í ađ búa í Eyjafjarđarsveit. Mađur hugsar alltaf fyrst um börnin sín. Hér hefur metnađarfullt starf veriđ unniđ fyrir ungu kynslóđina og er grunnskólinn sérstaklega öflugur og framsćkinn. Umhverfiđ er líka bćđi ađlađandi og fjölskylduvćnt og hlökkum viđ ţví til ađ koma á svćđiđ.“ bćtir Finnur Yngvi viđ ađ lokum.

Finnur Yngvi var valinn úr hópi 22 umsćkjenda og kemur til starfa í byrjun september.

 


Svćđi

Skrifstofa Eyjafjarđarsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins