Fjallskilanefnd

31. fundur 23. mars 2017 kl. 15:46 - 15:46 Eldri-fundur

31. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 23. mars 2017 og hófst hann kl. 11:30.

Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir aðalmaður, Orri Óttarsson aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgir H. Arason formaður.

Dagskrá:

1. Fjallskilanefnd - fjallvegur fram að Helgárseli, umsókn um styrkveg til Vegagerðarinnar - 1702002
Fjallskilanefnd óskar eftir því við sveitastjóra að hann afli upplýsinga hjá vegagerð um fjallvegasjóð og komi þeim til landeigenda og þeirra sem málið varðar.

2. Fjallvegur fram í Garðsárdal - 1703021
Sameinað máli 1702002

3. Varnarlína vegna búfjársjúkdóma - 1611048
Nefndarmönnum er kunnugt um mismunandi skoðanir um færslu varnarlínu milli Rútsstaða og Bringu, en til umræðu hefur verið hvort færa eigi varnarlínu frá núverandi girðinu að Mjaðmá. Ákveðið að boða til fundar um fjallskil og girðingarmál í Öngulstaðadeild, þar með talið um framtíð varnargirðingarinnar, miðvikudaginn 5. apríl nk.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:55

Getum við bætt efni síðunnar?