Lýðheilsunefnd

78. fundur 11. desember 2006 kl. 00:47 - 00:47 Eldri-fundur

78. fundur íþrótta-  og tómstundanefndar haldinn Hrafnagilsskóla  24. júní kl. 21.00
Mættir: Gunnur ýr, ásta, Sveinbjörg, Elmar og Kristín.


1. Kvennahlaup íSí

Opinn dagur tókst mjög vel. Rúmlega 100 manns mættu á svæðið. í kringum 80 manns tóku þátt í kvennahlaupi íSí. ákveðið að stefna  að slíkum degi aftur að ári.
Farið yfir greiðslur til leiðbeinenda og reikninga vegna dagsins. ákveðið að kaupa eitthvað smávegis handa þeim sem voru í sjálfboðavinnu.
Gengið frá íþróttasalnum.

2. Umsókn frá Guðmundi æ. Oddssyni þar sem hann óskar eftir styrk til að fara á þjálfaranámskeið í Belgrad
Nefndin er einhuga um að styrkja Guðmund um 20.000 krónur til ferðarinnar þar sem hann hefur staðið sig einstaklega vel í íþróttamálum fyrir sveitarfélagið.


3. Erindi frá Lýðheilsustöðinni dags. 19. maí 2003
Erindið kynnt og vel tekið í það. Bíðum nánari upplýsinga frá sveitarstjóra.


4. ályktanir 67. íþróttaþings íSí kynntar
ályktanirnar lesnar yfir og leist nefndarmönnun vel á þær.


5. Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja kynntur
Nefndin lýsir ánægju sinni með gerð þessa samnings og gerir engar athugasemdir við hann.



Fundi slitið kl. 22.30

Getum við bætt efni síðunnar?