Lýðheilsunefnd

81. fundur 11. desember 2006 kl. 00:48 - 00:48 Eldri-fundur

81. fundur íþrótta- og tómstundanefndar haldinn að skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 1. desember 2004 kl. 21.30.

Mættir: ásta Stefánsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir, Sveinbjörg Helgadóttir og Stefán árnason.1. Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar
1. liður sem tekinn var fyrir var úthlutun til Félagsmiðstöðvar Hrafnagilsskóla.  Samþykkt að heildarúthlutun yrði 850.000 krónur og Karli Frímannssyni falið að skila inn fjárhags- og starfsáætlun.
2. liður sem tekinn var fyrir var úthlutun til íþróttahúss Hrafnagilsskóla. Samþykkt að heildarúthlutun til íþróttahúss yrði 5.300.000.- og forstöðumanni falið að skila inn fjárhags- og starfsáætlun. Nefndin mælist jafnframt til þess að reynt verði að bæta nýtingu íþróttahúss m.a. með auknum auglýsingum. Nefndin er reiðubúin til að mæta auknum auglýsingakostnaði með styrkveitingu.
ákveðið var að halda kvennahlaup íSí á næsta ári og verja til þess 100.000 krónum. Einnig var ákveðið að veita styrk vegna leikfimi aldraðra upp á 100.000 krónur. þar er verið að koma til móts við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra þar sem óskað er eftir almennri líkamsþjálfun og heilsueflingu aldraðs fólks. Reiknað er með 500.000 krónum til áframhaldandi uppbyggingar á íþróttasvæði við Hrafnagilsskóla. Sjá nánar fjárhagsáætlun nefndarinnar á meðfylgjandi fylgiskjali.

2. Umræða um óráðstafað fé nefndarinnar á þessu ári
Kostnaður vegna Kvennahlaups íSí sl. vor reiknast af liðnum óráðstafað fé. Nefndin óskar eftir því að 1.000.000.- sem eftir er verði eyrnamerkt uppbyggingu íþróttasvæðis við Hrafnagilsskóla á næsta ári. þá hefur nefndin fyrst og fremst í huga þjappandi efni sem margoft hefur verið óskað eftir að setja á hlaupabrautina. Sjá fundargerð 9.des. 2002, 61. fundur.

3. Styrkumsókn frá Hildi Axelsdóttur vegna æfingabúða í Svíþjóð
Umsókn samþykkt samhljóða. Veittur styrkur að upphæð 20.000 krónur.

4. Breyting á skipun nefndarmanna
Nýr formaður, ásta Stefánsdóttir las skipunarbréf sitt og þakkar fyrrverandi formanni nefndarinnar, Gunni ýr Stefánsdóttur fyrir hennar störf. Jafnframt tekur Ingvar þ. Ingólfsson sæti aðalmanns í nefndinni.
Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 9. desember kl. 20.30 á Sveitaskrifstofunni (ef hún er laus).Fundi slitið kl. 22.30
Kristín Kolbeinsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?