Lýðheilsunefnd

84. fundur 11. desember 2006 kl. 00:49 - 00:49 Eldri-fundur

íþrótta- og tómstundanefnd 84. fundur ásamt ársskýrslu 2004

84. fundur íþrótta og tómstundanefndar. Hrafnagilsskóla  2. mars 2005 kl. 20.30

Mættir: ásta, Kristín, Elmar og Ingvar.


1. Bréf um málþing á vegum Barnamenningarsjóðs í Gerðubergi 5. mars n.k.
Málið kynnt og athugað hvort einhver hefði áhuga eða kost á því að mæta á málþingið. Svo reyndist ekki vera þannig að íþrótta- og tómstundanefnd sendir engan á málþingið.


2. ársskýrsla íþrótta- og tómstundanefndar árið 2004
Starfsáætlun yfirfarin og ársskýrslu lokið, sjá fylgiskjal.


3. önnur mál
ákveðið að senda auglýsingu um styrkveitingar íþrótta- og tómstundanefndar í fréttabréf sveitarinnar fyrir lok mars 2005


Fundi slitið kl. 22:151.
ársskýrsla íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar

 

2.
Gunnur ýr Stefánsdóttir formaður ásta Stefánsdóttir, Elmar Sigurgeirsson, , Kristín Kolbeindsóttir og Sveinbjörg Helgadóttir, Ingvar Ingólfsson.
á sveitarstjórnarfundi þann 23.11. 2004 var ásta Stefánsdóttir skipaður formaður nefndarinnar í stað Gunnar ýrr Stefánsdóttur sem lét af formennsku og hætti í nefndinni að eigin ósk. á sama fundi var ákveðið að Ingvar Ingólfsson varamaður tæki sæti aðalmanns í nefndinni.


3.
Haldnir voru 10 fundir árið 2004.


4.
Afgreiddar voru 6 styrkbeiðnir frá einstaklingum sem allar voru samþykktar. Ein umsókn barst frá félagasamtökum Funa og ein frá íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Báðar voru samþykktar. Bréf barst frá KSí  um gerð sparkvallar. því var vísað til sveitarstjórnar. þrjú bréf bárust frá íþrótta- og ólympíusambandi íslands vegna átaksins "Hjólað í vinnuna." því erindi var ekki fylgt eftir.  "Göngu- og skokkhópar." Nefndin stóð fyrir göngu- og skokkhóp í maí og júní sem endaði með Kvennahlaupi íSí og heilsudegi í Hrafnagilsskóla.  ?áskoranir og ályktanir um málefni sveitarstjórna.? Nefndin kynnti sér innihaldið.
Erindi barst frá Lýðheilsustöð og félagi um hreyfingu aldraðra. Verið er að vinna að því að sundleikfimi verði fyrir aldraða í Kristneslaug í umsjón fagmanneskju.


5.
Nefndin stóð fyrir skokkhóp í maí og júní með leiðsögn fagfólks sem endaði með Kvennahlaupi íSí og heilsudegi í Hrafnagilsskóla.  á heilsudeginum voru ýmis konar kynningar og þjónusta í boði ásamt grilluðum pylsum.


6.
Starfsáætlun 2004, sjá fylgiskjal 1
Gerður var þjónustusamningur við ungmennafélagið Samherja.
Peningar til notkunar í þjappandi efni á hlaupabrautir íþróttavallarins við Hrafnagilsksóla voru teknir frá í lok ársins og eyrnamerktir verkefninu.
Starfsáætlun íþróttahúss sjá fylgiskjal 2
Starfsáætun félagsmiðstöðvar sjá fylgiskjal 3
Ekki hefur borist starfsáætlun frá Funa eða Samherjum
Vinnuskólinn heyrir nú undir Félagsmálanefnd
Ekki var óskað eftir milliuppgjöri í maí eins og kveðið var á um í starfsáætluninni. Nefndin er sammála um að slíkt milliuppgjör sé óþarfi.
íbúum sveitarfélagsins voru ekki kynntir möguleikar styrkveitinga eins og til stóð.
Uppkast að ráðningarsamningi umsjónarmanns við íþróttamannvirki Hrafnagilsskóla var tilbúið en eftir er að útfæra starfið nánar.
 
7.
Nefndinni tókst að fylgja fjárhagsáætlun sinni vel eftir. Tekjuafgangur að upphæð 1.000.000.- var eyrnamerkt þjappandi efni á hlaupabraut íþróttavallarins við Hrafnagilsskóla og sveitarstjóra var falið að koma þeim peningum fyrir.


8.
Framtíðarsýn nefndarinnar er að:
* koma þjappandi efni á hlaupabrautina við Hrafnagilsskóla.
* ráðinn verði heilsárs starfsmaður við íþróttamannvirki sveitarinnar um leið og ný sundlaug verður tekin í notkun.
* halda áfram þátttöku íSí í kvennahlaupi og leggja áherslu á hreyfingu í tengslum við það.
* Heilsudagur verði fastur liður á hverju ári.
* boðið verði upp á fjölbreyttarra íþróttastarf fyrir aldraðra.
* Skyndihjálparnámskeið verði annað hvert ár.
* Barnfóstrunámskeið 3 -4 hvert ár eftir eftirspurn.
* Fylgja betur eftir að fjölbreytt íþróttastarf sé í boði fyrir börn og unglinga.
* Kanna áhuga á sundnámskeiði fyrir 4 - 7 ára börn í sveitinni.
* Kynna möguleika á styrkveitingum frá nefndinni.

Getum við bætt efni síðunnar?