Lýðheilsunefnd

85. fundur 11. desember 2006 kl. 00:50 - 00:50 Eldri-fundur

85. fundur íþrótta og tómstundanefndar í Hrafnagilsskóla  21. mars 2005 kl. 14.00

Mættir: ásta, Kristín, Sveinbjörg, Elmar og Ingvar


1. Auglýsing fyrir styrkveitingar
útbúin auglýsing og send á skrifstofu til birtingar í sveitarpóstinum.


2. Umsóknir um styrki
Umsókn frá hestamannafélaginu Funa tekin fyrir.  ákveðið að veita þeim styrk að upphæð 230.000 krónur.
Umsókn frá kvennalandsliði í íshokkí vegna önnu Sonju ágústsdóttur og Huldu Sigurðardóttur vegna heimsmeistaramóts á Nýja Sjálandi 1. ? 4. apríl. Umsóknin samþykkt. Umsókn frá Steinunni Sigurgeirsdóttur um styrk vegna heimsmeistaramóts á Nýja Sjálandi 1. ? 4. apríl. ásta vék af fundi á meðan umsóknin var afgreidd.  Umsóknin samþykkt. þessar 3 konur fá 20.000- í styrk hver frá nefndinni. Um leið skorum við á sveitarstjórn að styrkja þær um sömu upphæð til viðbótar þar sem okkur finnst frábært að eiga 3 aðila í fyrsta kvennalandsliði í íshokkí á íslandi og kostnaður vegna þessarar ferðar er lágmark 170.000.- á mann.
Umsókn frá Steinari Grettissyni vegna keppnisferðar með landsliði í  íshokkí undir 18 ára til Rúmeníu. Kristín vék af fundi. Umsóknin samþykkt að upphæð 20.000.-


3. Sundleikfimi fyrir aldraða
Leyfi hefur fengist fyrir notkun á sundlaug Kristnesspítala vegna sundleikfimi  aldraðra. ákveðið hefur verið að halda námskeið í október og nóvember 2005 ef næg þátttaka fæst. þjálfari er Anna Rappich.


4. Starfsáætlun 2005
Lokið við gerð starfsáætlunar fyrir árið 2005. Sjá fylgiskjal


5. Skyndihjálparnámskeið
Stefnt er að námskeiði í skyndihjálp í lok október 2005 ef næg þátttaka fæst undir stjórn önnu Sigrúnar Rafnsdóttur.


6. Kvennahlaup, göngu- og skokkhópur
Kvennahlaup íSí verður haldið laugardaginn 11. júní. ákveðið að taka þátt í því og byrja með göngu- og skokkhóp í byrjun maí.
óskað er eftir því við sveitarstjórn að nefndin fái aðgang að íþróttahúsinu þennan dag án endurgjalds.


7. önnur mál
a)
þjappandi efni á hlaupabraut við Hrafnagilsskóla.
Nefndin óskar eftir því við sveitarstjóra að hann aðstoði nefndina við að kanna hjá UMFí eða öðrum viðeigandi aðila hvaða efni sé best að setja á hlaupabrautina.
b) ítrekun við stjórn Samherja
Nefndin ákvað að ítreka við stjórn Samherja að þeir ráði þjálfara í frjálsar íþróttir hið allra fyrsta vegna ábendinga sem nefndinni hafa borist.Fundi slitið kl. 16.00

Getum við bætt efni síðunnar?