Lýðheilsunefnd

145. fundur 23. júní 2011 kl. 11:07 - 11:07 Eldri-fundur

145 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Hrafnagilsskóli, miðvikudaginn 22. júní 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir, ólöf Huld Matthíasdóttir, ármann Ketilsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1105008 - Styrkumsókn vegna Skólahreysti 2011
 Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir óska eftir 50.000 kr. styrk vegna Skólahreysti.
íþrótta- og tómstundanefnd fagnar keppninni og telur hana hafa jákvæð áhrif á viðhorf barna- og unglinga til hollra lífshátta. Samt sem áður telur hún ekki hægt að veita styrk að þessu sinni þar sem fjárveiting sem nefndin hefur til ráðstöfunar leyfir það ekki.
   

2.  1106011 - Styrkumsókn 2011
 örn ævarsson óskar eftir styrk til að fara á FEIF Youth CAMP í Skotlandi.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum 20.000 kr. styrk og óskar honum góðs gengis á æskulýðsmótinu.
   

3.  1106012 - Styrkumsókn 2011
 Auður Jóna Einarsdóttir óskar eftir styrkveitingu vegna námsdvalar í íþróttalýðháskóla í Danmörku.
Sigrún vék af fundi meðan fjallað var um umsóknina.
Vegna lítilla fjárráða íþrótta- og tómstundanefndar telur nefndin ekki hægt að verða við umsóknum vegna námsdvalar heldur einskorða sig við æfinga- og keppnisferðir.
Nefndin telur ástæðu til að ræða frekari stefnumörkun vegna styrkveitinga.
   

4.  1106010 - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 22.-24. sept. 2011
 Kynnt var ráðstefnan "Ungt fólk og lýðræði”, sem haldin verður í Hveragerði 22.-24. sept. n.k.
ákveðið að kalla þá fulltrúa sem fóru á þing ungmennaráða í apríl til að segja frá ferð sinni og hvort ástæða sé til að hvetja ungt fólk til að fara á slíkar ráðstefnur.
   

5.  1104006 - Kvennahlaup íSí 2011
 Farið var yfir framkvæmd kvennahlaupsins en rúmlega 50 konur tóku þátt í hlaupinu. ágóði af hlaupinu var 15.550 kr.
Fjölskyldudagur var haldinn í tengslum við hlaupið í samráði við Samherja, Funa og Dalbjörgu. Fimm lið tóku þátt í keppni og skapaðist mikil stemmning. ákveðið að halda þessu áfram á næsta ári.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   18:20

Getum við bætt efni síðunnar?