Lýðheilsunefnd

146. fundur 01. september 2011 kl. 08:45 - 08:45 Eldri-fundur

146 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 31. ágúst 2011 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir, óðinn ásgeirsson, ármann Ketilsson, Inga Bára Ragnarsdóttir, Jónas Vigfússon og ólöf Huld Matthíasdóttir.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, Aðalmaður.

 

Dagskrá:

1.  1108018 - ósk um umsókn fyrir 2. landsmót 50+ UMFí
 UMSE hefur hug á því að sækja um landsmót UMFí 50+. UMSE telur að Eyjafjarðarsveit sé í stakk búin til að taka við mótinu án þess að til mikilla framkvæmda þurfi að koma. íþrótta- og tómstundanefnd hefur fjallað um málið og telur að svo lengi sem að sveitarfélagið þurfi ekki að bera mikinn kostnað vegna mótsins skuli stefnt að því að mótið verði haldið í Eyjafjarðarsveit.
   
2.  1102008 - íþróttaskóli fyrir litlu börnin
 ákveðið hefur verið að ræða við Samherja um hvort hægt sé að koma á íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri.
   
3.  1108013 - Forvarnarmál, veggspjald til kaups.
 Nefndin hefur ákveðið að kaupa veggspjald UMFí, "Leiktu, lifðu og vertu án tóbaks!", (2 stk.). Nefndin telur að mikilvægt sé að leggja sitt að mörkum í forvarnarmálum og veggspjaldið sé vel til þess fallið.
   
4.  1107006 - Umsókn JSH um styrk vegna æfinga- og keppnisferðar í fimleikum
 Jón Smári Hansson óskar eftir styrk vegna æfinga- og keppnisferðar í fimleikum.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum 20.000 kr. styrk.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:45

Getum við bætt efni síðunnar?