Lýðheilsunefnd

148. fundur 22. nóvember 2011 kl. 10:51 - 10:51 Eldri-fundur

148 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 21. nóvember 2011 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn  sátu:Sigrún Lilja Sigurðardóttir, óðinn ásgeirsson, ólöf Huld Matthíasdóttir, ármann Ketilsson, Ingibjörg ólöf Isaksen, Jónas Vigfússon og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, Aðalmaður.

 

Dagskrá:

1.  1111019 - Fjárhagsáætlun 2012 íþr.&tómst.n.
 íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að könnun verður gerð á nýtingu líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort setja eigi fjármuni í endurnýjun tækja eða loka aðstöðunni.
 
íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að opnunartími sundlaugar verði lengdur um eina klukkustund eða til klukkan 21:00 á virkum dögum yfir vetrartímann. áætlaður kostnaður er 900.000 kr.
 
íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að þau börn sem ekki getað stundað sína íþrótt hér í sveit fái styrk til að borga æfingagjöld á Akureyri.
   

2.  1110013 - Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum
 Bæklingur og bréf frá menntamálaráðherra lagt fram til kynningar. íþrótta- og tómstundanefnd telur að vel sé staðið að íþróttamálum hér í sveit.
   

3.  1110004 - Styrkumsókn fyrir hönd G.Y.E.
 ólafía Kristín Guðmundsdóttir óskar eftir styrk fyrir hönd Guðbjargar Ylfu Evudóttur vegna keppnisferðar í knattspyrnu.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita Guðbjörgu 10.000 kr. styrk.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:45

Getum við bætt efni síðunnar?