Lýðheilsunefnd

91. fundur 11. desember 2006 kl. 00:53 - 00:53 Eldri-fundur

íþrótta- og tómstundanefnd 91. fundur

91. fundur íþrótta- og tómstundanefndar, Hrafnagilsskóla  08. nóvember 2005 kl. 20.15, Mætt: Kristín, Sveinbjörg, Ingvar, ásta og Elmar


1. Beiðni frá ritnefnd Eyvindar
óskað er eftir yfirliti nefndarinnar um störf hennar á síðastliðnu ári. Henni skal skilað í síðasta lagi á morgun, miðvikudaginn 9. nóvember.


2. Forgangslisti vegna uppbyggingar á íþróttasvæði Eyjafjarðarsveitar.
Fótboltasvæðið:
Vantar aðra stóra úðadælu til vökvunar.
Setja sand á völlinn og valta til að gera hann sléttari. Passa að valta hann reglulega.

Frjálsíþróttasvæðið:
Hlaupabrautin sett í forgang, er ekki nothæf eins og hún er.
Laga timburrammann í kringum íþróttasvæðið eða skipta honum út fyrir annan sterkari.
það sem vantar er hástökkssvæði og kastgeiri fyrir kúluvarpið.
Einnig:
Varamannaskýli.
Geymsla fyrir áhöld, vallarhús.
Trjágróður vantar til að mynda skjól í kringum íþróttasvæðið.
það þarf að setja varnargirðingu niður við ána fyrir neðan íþróttavöllinn.
það þarf að jafna landsvæðið þannig að hægt sé að bæta við æfingavöllum. þannig myndast grundvöllur til útleigu á æfingavöllum og afla fjár í starfið.


3. Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2006 og henni lokið.


4. Bréf frá sveitarstjóra
Efni bréfsins kynnt nefndinni og komið til móts við þær óskir sem bornar eru fram. Starfsáætlun og yfirlit yfir störf nefndarinnar árið 2005 afgreidd.


Næsti fundur 13. desember kl. 20.15


Fundi slitið kl. 22.15

Getum við bætt efni síðunnar?