Lýðheilsunefnd

92. fundur 11. desember 2006 kl. 00:53 - 00:53 Eldri-fundur

íþrótta- og tómstundanefnd 92. fundur

92. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Hrafnagilsskóla 13. desember 2005 kl. 20.15

Mætt: Kristín, Sveinbjörg, ásta, Ingvar og Elmar


Dagskrá:

1. Styrkbeiðnir
óðinn ásgeirsson sækir um styrk vegna keppnisferðalags í körfubolta með þór. Sigmundur Sveinsson sækir um styrk vegna æfingabúða í íshokkí í Svíþjóð í sumar. Samþykkt samhljóða að veita báðum styrk að upphæð 20.000 krónur.

2. áhaldakaup
Búið er að panta tvíslá fyrir íþróttahús Hrafnagilsskóla.

3. Tiltekt í áhaldageymslu
Verið er að setja festingar á veggi fyrir áhöld. Ekki er búið að fjarlægja tepparúllur af geymslugólfi.

4. önnur mál
Tilboð frá Girðingarþjónustunni tekið fyrir og efniviður kynntur nefndinni.


Fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?