Lýðheilsunefnd

93. fundur 11. desember 2006 kl. 00:53 - 00:53 Eldri-fundur

íþrótta- og tómstundanefnd 93. fundur

93. fundur íþrótta- og tómstundanefndar
Hrafnagilsskóla  13. 1. febrúar 2006 kl. 20.15

Mætt: Kristín, Sveinbjörg, ásta, Ingvar og Elmar

 

1. Spark völlur.
Erindi frá KSí þar sem boðið er upp á aðstoð við byggingu sparkvalla við grunnskóla sveitarfélagsins tekið fyrir. Sveitarfélagið kostar alla byggingu við völlinn ef frá er talið gervigrasið og lagning þess. það ber einnig kostnað af öllum frágangi í kringum hann. Slíkir vellir hafa reynst mjög vel þar sem þeir hafa verið settir upp og nýting þeirra er nánast 100 % frá morgni til kvölds, sérstaklega þar sem þeir eru upplýstir. Nefndin telur að slíkur völlur við Hrafnagilsskóla myndi auka mjög á hreyfingu ungmenna og styður því eindregið að sveitarstjórn taki erindi KSí til frekari afgreiðslu. þar sem ekki er búið að ljúka skipulagi á skólalóðinni er tilvalið að taka spark völl með í þá heildarmynd.


2. Sund leikfimi aldraðra.
Mikill áhugi er hjá félagi eldri borgara að fá áframhald á sund leikfimi sem fram fór á Kristnesi fyrir áramótin. þá var boðið upp á námskeið fólki að kostnaðarlausu. ákveðið að kanna hvort við getum fengið tíma í sundlauginni ásamt þjálfara til að sjá um kennsluna. Reiknað með að innheimta lágmarksgjald fyrir hvern tíma.


3. önnur mál.
a) Fyrirspurn um styrkbeiðni en þar sem viðkomandi er ekki með lögheimili í sveitarfélaginu var henni vísað frá.
b)  Styrkbeiðni frá Ebbu Karenu Garðarsdóttur vegna æfingabúða í frjálsum íþróttum á Spáni í apríl n.k. Samþykkt að veita styrk að upphæð 20.000 krónur.

 

Fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?