Lýðheilsunefnd

150. fundur 19. janúar 2012 kl. 09:17 - 09:17 Eldri-fundur

150 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 18. janúar 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir, óðinn ásgeirsson, ármann Ketilsson, Ingibjörg ólöf Isaksen og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, ritari.

 

Dagskrá:

1.  1112016 - Staða félagsmiðstöðvar
 Hans Rúnar Snorrason og Karl Frímannsson kynntu starf félagsmiðstöðvar og hugmyndir sínar um hvernig efla megi starfið. Fjármál félagsmiðstöðvar eru undir íþrótta- og tómstundanefnd. árið 2011 var áætlaðar 600.000 kr. fyrir félagsmiðstöðina en reyndin var 1.579.538 kr. þrátt fyrir að einungis sé starfrækt félagsmiðstöð aðra hverja viku. á fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 1.150.000 kr. í starfið.
   
2.  1103023 - Styrkir vegna æfinga á Akureyri
 Farið yfir hvernig niðurgreiðslu æfingagjalda utan Eyjafjarðarsveitar yrði háttað.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2012 var gert ráð fyrir því að 800.000 kr. færu í þennan málaflokk.
   
3.  1112015 - Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja
 Ingibjörg ólöf Isaksen vék af fundi við umræður á þessum lið. Nefndin telur að þar sem tveir nefndarmenn hafa sótt um stöðuna sé ráðlegt að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um ráðningarferlið. ákveðið að kanna kostnað við að fá utanaðkomandi aðila í málið.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00

Getum við bætt efni síðunnar?