Lýðheilsunefnd

94. fundur 11. desember 2006 kl. 00:54 - 00:54 Eldri-fundur

94. Fundur  íþrótta-og tómstundanefndar 3. maí  kl. 20.15 í stofu 10 Hrafnagilsskóla.

Mættir: ásta, Elmar, Ingvar, Kristín og Sveinbjörg.

1. Umsóknir um styrki.
a) frá Jófríði Stefánsdóttur þórustöðum, sem valin var í úrvalshóp í frjálsum íþróttum hjá FRí, vegna æfingaferðar til Benidorm á Spáni um páskana. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.
b) frá Steinari Grettissyni Vökulandi, sem valinn var í landslið undir 18 ára í íshokkí, vegna íshokkí móts í Litháen í mars. Kristín sat hjá við afgreiðslu málsins. Styrkbeiðni samþykkt samhljóða.

2. Sundleikfimi aldraðra.
Eftir áramót hefur íþrótta- og tómstundanefnd styrkt sundleikfimi aldraðra í Kristneslauginni. Kirsten Godsk sá um þjálfunina og segir vel hafa tekist til. Alls voru tímarnir 7 og þátttakendur 13. Nefndin ákvað að skoða framhald á sundleikfimi haustið 2006.

3. Kvennahlaup íSí.
Kvennahlaupið verður 10. júní að þessu sinni. Nefndin ákvað að taka þátt í hlaupinu og hefja leik kl. 11:00. ákveðið að athuga hvort göngu- og skokkhópur geti farið af stað í næstu viku. þá yrði gengið tvisvar í viku fram að hlaupi. Verkefnum skipt á nefndarmenn. Nefndin óskar eftir því að fá að nýta íþróttahús Hrafnagilsskóla án endurgjalds í tengslum við kvennahlaupið.

4. önnur mál.
a) Hlaupabraut á íþróttavelli. Framkvæmdir við brautina hefjast mjög fljótlega. þá verður sett betur þjappandi efni á hana. Efnið sem sett var síðast hefur ekki þjappast og er ómögulegt til notkunar á hlaupabrautir. áburður verður pantaður á völlinn í þessari viku og hann valtaður. Mikil eftirspurn er frá íþróttafélögum eftir nýtingu á vellinum hér.
b)  Framkvæmdir við áhaldageymslu íþróttahússins eru vel á veg komnar og vinnuaðstaða öll orðin betri.
c) Framkvæmdir við sundlaugarbyggingu skoðaðar.Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?