Lýðheilsunefnd

95. fundur 11. desember 2006 kl. 00:54 - 00:54 Eldri-fundur

Fundur íþrótta-og tómstundanefndar Bláu Könnunni 12. júní kl. 21.00 ? 23.00Mættir ásta, Elmar, Kristín og Sveinbjörg.

1. Kvennahlaup íSí. Uppgjör vegna Kvennahlaups íSí. Hlaupið frá Hrafnagilsskóla í góðu veðri og var hægt að velja um 2,5 og 5 km. vegalengdir. á milli 50 og 60 manns tók þátt í hlaupinu að þessu sinni. Hjálparsveitin Dalbjörg var með kassaklifur í íþróttahúsinu og hestamannafélagið Funi var með hest á svæðinu vestan skólans og teymdi undir börnum, mæltist hvorutveggja vel fyrir.
Allir fengu verðlaunapening þegar í mark var komið ásamt Egils kristal, Smoothie skyrdrykk, epli og banana.
Gert verður upp við Steinunni Arnars ólafsdóttur á næstu dögum, en hún leiddi gönguhópinn fyrir Kvennahlaupið með mikilli prýði.

2. Umsóknir um styrki. Umsókn um styrk frá Guðmundi Oddssyni var tekin fyrir en henni hafnað þar sem hún var ófullnægandi.

3. Erindi vegna framkvæmda á Hrafnagilssvæðinu. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar þar sem nú og í nánustu framtíð fellur til mikið af mold vegna byggingaframkvæmda á svæðinu að tilvalið væri að setja uppfyllingarefni syðst á æfingasvæði sunnan íþróttavallar (en það nær suður að girðingu) til að jafna svæðið. það er bæði ójafnt og töluverður halli í suðausturhorninu. þannig væri hægt að mæla út fleiri æfingavelli og hafa þá misstóra ma. til að hlífa aðalvelli sem lætur á sjá vegna mikillar aðsóknar, sérstaklega á vorin. þannig er hægt að auka tekjur af svæðinu þar sem utanaðkomandi lið sækja æ meira þangað vegna aðstöðunnar og svo virðist sem vellir hér þorni mun fyrr á vorin en annars staðar. Einnig væri mikil bót í því að setja mön út og suður frá horni matsalar og planta trjágróðri í hana. Af þessu yrði mikil prýði og þetta yrði eins og girðing á milli íbúðarbyggðar og íþróttasvæðis, bæði hljóð- og vindtefjandi.

4. áhaldageymsla íþróttahúss Hrafnagilsskóla. Nefndin leggur til að haldið verði áfram tiltekt í áhaldageymslu þar sem hún þrengist vegna breytinganna sem nú standa yfir. Mikið hefur áunnist í vetur í góðri samvinnu við húsverði og íþróttakennara.

5. Fráfarandi nefnd. Formaður þakkar nefndarmönnum vel unnin störf á síðasta kjörtímabili og slítur fundi kl.23.00

íþrótta-og tómstundanefnd þakkar fyrir sig.

Getum við bætt efni síðunnar?