Lýðheilsunefnd

96. fundur 11. desember 2006 kl. 00:55 - 00:55 Eldri-fundur

96. Fundur  íþrótta-og tómstundanefndar, 3. október 2006 kl. 20.30 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Mættir: þórir, Kristín, Lilja, Nanna og Elmar.

1. Skipting verka stjórnar í íþrótta- og tómstundanefnd.

Nanna Jónsdóttir skipaður ritari.
 
2.  Sundleikfimi aldraðra.
Bjarni Kristjánsson gat ekki komið á fundinn þannig að fjárráð nefndarinnar eru ekki alveg á hreinu. Allir nefndarmenn sammála um að óska eftir tímum í sundlauginni í Krisnesspítala og veita eldri borgurum þessa þjónustu ókeypis. Kristín ætlar að kanna hjá FSA og sjúkraþjálfara.


3.  Kvennahlaup íSí.

Kristín las bréf frá íþrótta- og ólympíusambandi íslands þar sem óskað var eftir ráðgjöf hvenær Kvennahlaup skyldi haldið árið 2007. Nefndin var sammála um að leggja það til að hlaupið verði haldið fyrstu helgi eftir "kvennafrídag" 19. júní ár hvert.


4. Skyndihjálpnámskeið.

Stefnt að því að halda skyndihjáparnámskeið í haust. Annars vegar fyrir byrjendur og hins vegar fyrir þá sem þurfa að rifja upp. Einnig var rætt um að kanna hvort eldri borgarar hafi áhuga á stuttu námskeiði í Hrafnagilsskóla.
ákveðið var að halda barnfósturnámskeið í samstarfi við RKí vorið 2007.


5. önnur mál:

a) Styrkbeiðni frá Funa, vegna barna- og unglingastarfs. ákveðið að skoða málið og taka ákvörðun á næsta fundi.
b) ákveðið að kanna hvort hægt sé að hafa leikjaskóla í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla t.d. á laugardögum, tengt öðrum tímum. Skólinn yrði fyrir börn undir grunnskólaaldri. Fundrmenn skiptu með sér verkum og ætla að kanna hvort húsið fáist og íþróttakennari finnist.


Næsti fundur haldinn þriðjudaginn 17. okt. kl. 19:45.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:45.

Getum við bætt efni síðunnar?