Lýðheilsunefnd

152. fundur 04. júní 2012 kl. 13:04 - 13:04 Eldri-fundur

152. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. mars 2012 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson aðalmaður, ármann Ketilsson aðalmaður, Ingibjörg ólöf Isaksen embættismaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri, Hans Rúnar Snorrason 2. varamaður, Guðrún Sigurjónsdóttir embættismaður og ólöf Huld Matthíasdóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, aðalmaður

 

Dagskrá:

1.  1202008 - Styrkumsókn GHH
 Guðmundur Hólmar Helgason sækir um styrk vegna keppnisferða í handbolta.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita honum 20.000 kr. styrk vegna ferðanna.
   

2.  1112017 - Umsókn um ferðastyrk

 Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir sækir um styrk vegna keppnisferða í íshokkí.
íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita henni 20.000 kr. styrk vegna ferðanna.
   

3.  1201007 - Styrkumsókn vegna Skólahreysti 2012
 Andrés Guðmundsson óskar eftir 50.000 kr. styrk vegna Skólahreystis.
íþrótta- og tómstundanefnd fagnar keppninni og telur hana hafa jákvæð áhrif á viðhorf barna- og unglinga til hollra lífshátta. Nefndin samþykkir að veita 50.000 kr. í styrk.
   

4.  1112019 - Umsókn UMSE um rekstrarstyrk 2012
 Samkvæmt fjárhagsáætlun 2012 er gert ráð fyrir 550.000 kr. styrk til UMSE.
   

5.  1112015 - Staða forstöðumanns íþróttamannvirkja
 Farið yfir starfslýsingu forstöðumanns íþróttamannvirkja. Starfslýsing samþykkt. íþrótta- og tómstundanefnd vill þakka Guðrúnu Sigurjónsdóttur fyrir góð störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Jafnframt býður nefndin Ingibjörgu ólöfu Isaksen velkomna til starfa.
   

6.  0809027 - Ungmennaráð í sveitarfélögum
 Rætt um stofnun ungmennaráðs. áfram verður unnið að stofnun ungmennaráðs.
 
ákveðið að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna ,,Ungt fólk og lýðræði". Hans Rúnar Snorrason og óðinn ásgeirsson taka að sér að finna fulltrúa til að senda á ráðstefnuna.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:10

Getum við bætt efni síðunnar?