Lýðheilsunefnd

97. fundur 11. desember 2006 kl. 00:55 - 00:55 Eldri-fundur

97. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar, 17. október 2006 kl. 19.15 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Mættir: Bjarni Kristjánsson, þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.


1. Sundlaugin við Hrafnagilsskóla.
Bjarni kynnti hugmyndir um ráðningu forstöðumanns íþrótta-, tómstunda- og æskulýðssviðs Eyjafjarðarsveitar og lagði fram drög að starfslýsingu ásamt fleiri pappírum. Starfið hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út 25. okt. n.k.  Bjarni kynnti einnig hvernig sundlaugarframkvæmdum miðar og sagði að hægt væri að reikna með því að sundlaugin opni í nóvemberlok.
 
2. Sundleikfimi aldraðra.
ákveðið að taka tíma í Kristneslaug sem FSA býður fram á fimmtudögum kl. 15:00 ? 15:30. Kirsten Godsk er tilbúin að sjá um tímana. 7 skipti verða fyrir áramót. Sundleikfimin hefst 2. nóvember og stendur til 14. des. og er þátttakendum að kostnaðarlausu.


3. Skyndihjálparnámskeið RKí.
Komið var verð frá RKí og ákveðið að kanna einnig verð hjá öðrum. Barnfóstrunámskeiðið "Börn og umhverfi" verður haldið seinni hluta vetrar.

4. Styrkbeiðni frá Funa.
ákveðið að styrkja Funa um 230.000 kr.


5. Leikjaskóli fyrir 3-6 ára börn.
ákveðið að gera tilraun á laugardögum kl. 14:00-15:00 með leikjaskóla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Sótt  um niðurfellingu á húsaleigu til sveitarstjórnar þar sem um tilraun er að ræða. Alls 7 skipti frá 28. okt. til 9. des. Kostnaður pr. barn yrði kr. 1.500.


6. önnur mál:

a) Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti "Hreyfing fyrir alla" tekið fyrir. Nefndarmenn sammála um að sækja ekki um þátttöku í verkefninu þar sem þeir telja að þessum verkefnum sé þegar sinnt.

 


Næsti fundur haldinn þriðjudaginn 14. nóv. kl. 20:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:45.

Getum við bætt efni síðunnar?