Lýðheilsunefnd

98. fundur 11. desember 2006 kl. 00:56 - 00:56 Eldri-fundur

98. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar, 14. nóvember 2006 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir: Stefán árnason, þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Fjárhagsrammi íþrótta- og tómstundanefndar 2007.
Stefán kynnti nefndarmönnum hvernig fjárhagsáætlun væri unnin. Hún verður unnin í samstarfi við Stefán og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þar sem miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar vegna sundlaugar og ráðningar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

2. Umsóknir um stöðu æskulýðs- og íþróttafulltrúa Eyjafjarðarsveitar.
Farið yfir umsóknir um stöðuna. Ellefu umsóknir bárust. Eftir að viðtöl voru tekin er þremur umsóknum vísað til sveitarstjórnar og nefndarmenn eru sáttir við þá niðurstöðu.


3. Skyndihjálparnámskeið
Gunnar Agnarsson, slökkviliðsmaður, ætlar að halda skyndihjálparnámskeið (fyrir fullorðna) og ákveðið var að halda það í janúar.


4. önnur mál
a) Sundleikfimi aldraðra er í fullum gangi í Kristneslauginni. Fimmtán þátttakendur eru og námskeiðið gengur vel.
b) þrjú skipti eru búin í Leikjaskólanum. þar eru þátttakendur átján á aldrinum 3 til 5 ára og mikil gleði hjá börnunum.
c) Styrkbeiðni frá Jóni óðni óðinssyni vegna Evrópumeistaramótsins í júdó í Prag í Tékklandi 17.-19. nóvember 2006. Styrkbeiðnin var samþykkt samhljóða og var honum veittur styrkur að upphæð kr. 20.000.


 

Næsti fundur haldinn fimmtudaginn 30. nóv. kl. 20:00


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.21:40.

Getum við bætt efni síðunnar?