Lýðheilsunefnd

99. fundur 11. desember 2006 kl. 00:56 - 00:56 Eldri-fundur

99. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar, 30. nóvember 2006 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Mættir voru Orri Stefánsson, þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Orri Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Orri kynnti sig og sagði frá stöðunni í sundlauginni. útlit fyrir að formleg víxla verði í janúar. Orri hefur verið að setja sig inn í öll mál sem snúa að íþróttahúsinu og sundlauginni og verða teknar ákvarðanir um mjög marga hluti á næstu dögum og vikum.

2. Fjárhagsrammi íþrótta- og tómstundanefndar 2007.
Farið yfir fjárhagsrammann og gengið frá breytingum á óbundnum liðum.

3. Grein í Eyvind.
ákveðið að senda grein um starfsemi nefndarinnar árið 2006 til ritstjórnar.

4. Lokatími íþróttaskóla.
ákveðið að fá jólasvein í heimsókn í síðasta tíma 3ja til 5 ára barna og gefa þeim örlitla gjöf.

5. Styrkbeiðni frá Unglingaheimilinu á Laugalandi.
Lesið bréf þar sem óskað var eftir fríum aðgangi að sundlauginni í Hrafnagilsskóla fyrir stúlkurnar sem þar dvelja. Nefndarmenn voru sammála um að hafna beiðninni þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur tekið til starfa. Hins vegar bjóðum við stúlkunum að taka þátt í sundnámskeiði, þeim að kostnaðarlausu, sem áætlað er að halda á vegum nefndarinnar eftir áramót.


 

áætlað að halda næsta fund 9. janúar 2007.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.22:40.

Getum við bætt efni síðunnar?