Lýðheilsunefnd

158. fundur 27. febrúar 2013 kl. 16:53 - 16:53 Eldri-fundur

158. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ármann Ketilsson aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, Ritari.

 

Dagskrá:

1.  1301016 - UMFí, tillaga samþykkt á 38. sambandsráðsfundi
 Lagt fram til kynningar.
   
2.  1301009 - ósk um áframhaldandi sundleikfimi
 Félag aldraðra í Eyjafirði óskar eftir styrk vegna sundleikfimi í Kristneslaug fyrir 60 ára og eldri. íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita félaginu styrk í ár eins og verið hefur og á næstu árum þar til annað verður ákveðið.
   
3.  1103023 - Styrkir vegna æfinga á Akureyri
 íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að reglunum verður breytt þannig að börn sem stunda tómstundir, sem ekki eru í boði í sveitarfélaginu, geti einnig sótt um styrk. Fyrirhugað að afgreiða málið endanlega í næsta fundi.
   
4.  1301001 - Segulspjöld með útivistarreglum
 Samþykkt að kaupa segulspjöld með útivistarreglum barna og senda á öll heimili þar sem eru börn á grunnskólaaldri.
   
5.  1301017 - SAMAN-hópurinn, beiðni um fjárstuðning 2013
 Samþykkt að styrkja hópinn um 20.000 kr.
   
6.  1302012 - Styrkumsókn f.h. þriggja kvenna í landsliði kv. í íshokkí til Spánar 2013
 íþrótta- og tómstundanefnd veitir önnu Sonju ágústsdóttur, Hrund Thorlacius og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur 20.000 kr. styrk hverri vegna landsliðsferðar í íshokkí.
   
7.  1302010 - Umsóknir óskast fyrir 19. unglingalandsmót UMFí 2016
 Lagt fram til kynningar.
   
8.  1302009 - Umsóknir óskast fyrir 28. og 29. landsmót UMFí
 Lagt fram til kynningar.
   
9.  1302011 - Umsóknir óskast um að halda 5. landsmót UMFí 50+ árið 2015
 Lagt fram til kynningar.
   
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?