Lýðheilsunefnd

160. fundur 26. apríl 2013 kl. 13:17 - 13:17 Eldri-fundur

160. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 24. apríl 2013 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ármann Ketilsson aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Ingibjörg ólöf Isaksen embættismaður, Jónas Vigfússon sveitarstjóri og Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, aðalmaður.

 

Dagskrá:

1.  1304005 - íþrótta- og leikjaskóli
 Ekki hefur verið gert ráð fyrir íþrótta- og leikjaskóla á fjárlögum og málinu því vísað frá.
   
2.  1304011 - Styrkumsókn Sveinborgar Kötlu 2013
 íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita Sveinborgu Kötlu Daníelsdóttur 20.000 kr. styrk vegna farar hennar á Evrópumótið í Taekwondo og óskar henni góðrar ferðar.
   
3.  1304003 - Kvennahlaup íSí 2013
 Formanni falið að hefja undirbúning vegna Kvennahlaups íSí 2013. ákveðið að halda áfram með fjölskyldudaginn í framhaldi af Kvennahlaupinu.
   
4.  1304015 - Landsmótssjóður UMSE, umsóknarfrestur til 30.04.13
 Lagt fram til kynningar.
   
5.  1003012 - Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar
 Unnið var í drögum af samningi milli Samherja og Eyjafjarðarsveitar.
   
6.  1304001 - ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði
 Lagt fram til kynningar.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Getum við bætt efni síðunnar?