Lýðheilsunefnd

161. fundur 30. maí 2013 kl. 13:37 - 13:37 Eldri-fundur

161. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 29. maí 2013 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ármann Ketilsson aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður, Ingibjörg ólöf Isaksen embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, Aðalmaður.

 

Dagskrá:

1.  1304003 - Kvennahlaup íSí 2013
 Kvennahlaup íSí og Fjölskyldudagurinn verður 8. júní. Nefndin fór yfir skipulag og verkskiptingu.
   
2.  0809027 - Ungmennaráð í sveitarfélögum
 Lagt fram til kynningar.
   
3.  1305017 - Styrkumsókn f.h. keppenda í frjálsum íþr. 2013
 íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkir erindið og veitir hverjum umsækjanda 20.000 kr. styrk.
   
4.  1304030 - Styrkumsókn vegna Skólahreysti 2013
 Andrés Guðmundsson og Lára Berglind Helgadóttir óska eftir 50.000 kr. styrk vegna Skólahreysti.
íþrótta- og tómstundanefnd fagnar keppninni og telur hana hafa jákvæð áhrif á viðhorf barna- og unglinga til hollra lífshátta. Samt sem áður telur hún ekki hægt að veita styrk að þessu sinni þar sem fjárveiting sem nefndin hefur til ráðstöfunar leyfir það ekki.
   
5.  1305019 - Styrkumsókn f.h. Andreu og Valdísar
 íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkir erindið og veitir báðum umsækjendum 20.000 kr. styrk.
   
6.  1305021 - Styrkumsókn ö.K.E.
 íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkir erindið og veitir 20.000 kr. styrk. Sigrún Lilja Sigurðardóttir vék af fundi á meðan umsóknin var tekin fyrir.
   
7.  1305022 - Styrkumsókn fyrir ó.S.ó.
 íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkir erindið og veitir 20.000 kr. styrk.
   
8.  1305024 - Tré fyrir frið
 íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið. Ingibjörg ólöf Isaksen gengur í málið.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Getum við bætt efni síðunnar?