Lýðheilsunefnd

166. fundur 20. febrúar 2014 kl. 09:36 - 09:36 Eldri-fundur

166. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. febrúar 2014 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Tryggvi Jóhann Heimisson aðalmaður, Ingibjörg ólöf Isaksen embættismaður og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Ingibjörg Isaksen.

Dagskrá:

1.     1401011 - Skákdagur íslands 26. janúar
Lagt fram til kynningar. Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar tilkynnti að taflborð væri til í sundlauginni og væri sett fram á Skákdegi íslands.
         
2.     1401021 - Umsókn um styrk v. sundleikfimi í Kristneslaug
Nefndin samþykkir styrk vegna sundleikfimi líkt og undanfarin ár.
         
3.     1401022 - Beiðni um fjárstuðning v. forvarnarstarfs 2014
Nefndin fagnar þessu framtaki en hafnar styrkbeiðni að þessu sinni.
         
4.     1402008 - Styrkur v. SamFestingsins 2014
Nefndin ákveður að styrkja verkefnið um 60.000 kr.
         
5.     1402009 - Styrktartímar í íþróttasal
Gefur ekki tilefni til ályktana. Nefndin felur forstöðumanni að afgreiða þetta mál sem og önnur sem tengjast útleigu íþróttamannvirkja.
         
6.     1402010 - Starfsheiti og starfsvettvangur
þar sem ákveðið var að leggja til við sveitarstjórn við ráðningu Ingibjargar að fella inn starf íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúa sbr. 151. fund íþrótta og tómstundanefndar 6. feb. 2012 og sveitarstjórn samþykkti teljur nefndin eðlilegt að forstöðumaður fái jafnframt að bera heitið íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00



Getum við bætt efni síðunnar?