Lýðheilsunefnd

168. fundur 26. september 2014 kl. 08:31 - 08:31 Eldri-fundur

168. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 25. september 2014 og hófst hann kl. 17:15.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson.

Dagskrá:

1. 1405010 - Erindisbréf nefnda
Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar sem er frá árinu 2003.
Nefndin leggur til að erindisbréfið verði tekið til endurskoðunar þar sem nokkur ákvæði þess eru ekki lengur í gildi.

2. 1302001 - Siðareglur Eyjafjarðarsveitar
Farið var yfir siðareglur Eyjafjarðarsveitar sem eru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

3. 1406016 - Beiðni um stuðning við starf á Grænlandi og íslandi
Nefndin leggur til að erindinu verði hafnað á þeim forsendum að ekki er fjárveiting til styrkja af þessu tagi.

4. 1408003 - Umsókn um styrk vegna ferðakostnaðar á golfmót
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir sækir um styrk til Eyjafjarðarsveitar vegna þátttöku í fimm golfmótum á þessu ári.
Nefndin samþykkir að veita Stefaníu 20.000 kr. styrk að því gefnu að umbeðin gögn berist skrifstofu.

5. 1409022 - UMSE auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009
Nefndin leggur til að að íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúi Eyjafjarðarsveitar taki afstöðu til umsóknarinnar.

6. 1409026 - Styrkumsókn 2014 - Arna Kristín Einarsdóttir
Arna Kristín Einarsdóttir sækir um styrk til Eyjafjarðarsveitar vegna keppni í 3.fl. og meistaraflokki KA/þór í handbolta. Einnig hefur Arna verið valin í landsliðsúrtak HSí.
Nefndin samþykkir að veita örnu 20.000 kr. styrk að því gefnu að umbeðin gögn berist skrifstofu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:08

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?