Lýðheilsunefnd

170. fundur 25. febrúar 2015 kl. 08:27 - 08:27 Eldri-fundur

170. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 24. febrúar 2015 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Guðrún Anna Gísladóttir aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Ingibjörg Ólöf Isaksen áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1411029 - Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Ingibjörg Isaksen forstöðumaður - ósk um að farið veri í stefnumótunarvinnu gagnvart líkamsræktaraðstöðunni
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar óskar eftir því við íþrótta- tómstundanefnd að mörkuð verði stefna um framtíð líkamsræktaraðstöðunnar í Íþróttamiðstöðinni.

Nefndin leggur til að gerð verði áætlun um uppbyggingu líkamsræktaraðstöðunnar.

2. 1411031 - Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar - ósk um kaup á seglum með útivistarreglunum
Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar óskar eftir afstöðu íþrótta- og tómstundanefndar til kaupa á segulmottum með reglum um útivistartíma barna og unglinga sem dreift yrði á hvert heimili.

Nefndin leggur til að ráðist verði í verkefnið og felur forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar framkvæmdina.

Ingibjörg Isaksen vék af fundi eftir þennan lið.

3. 1501018 - Félag aldraðra í Eyjafirði - ósk um styrk fyrir sundleikfimi
Félag aldraðra í Eyjafirði óskar eftir styrk til að standa straum af kostnaði vegna sundleikfimi fyrir aldraða árið 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 137.500 kr. vegna sundleikfimi árið 2015.

4. 1410007 - Ósk um styrk fyrir leikfimi aldraðra
Félag aldraðra í Eyjafirði óskar eftir styrk til að standa straum af kostnaði vegna leikfimi fyrir aldraða árið 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita félaginu styrk að upphæð 96.000 kr. vegna leikfimi árið 2015.

5. 1412011 - María Rós Magnúsdóttir - umsókn um íþróttastyrk
Nefndin samþykkir að veita Maríu Rós ferðastyrk vegna keppnisferða að upphæð 20.000 kr.

6. 1502023 - Íþrótta- og tómstundanefnd - Meðferð umsókna
Íþrótta- og tómstundanefnd berst á hverju ári nokkur fjöldi umsókna um styrki vegna íþróttastarfs.

Nefndin telur þörf á að fyrirkomulag við veitingu styrkja verði endurskoðað. Formanni er falið að leggja fram tillögu á næsta fundi nefndarinnar að nýju verklagi.

7. 1412013 - UMFÍ - Umsóknir óskast um að halda 28. Landsmót 2017
Stjórn Ungmennafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum frá sveitarfélögum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ árið 2017.

Málið lagt fram til kynningar.

8. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

Getum við bætt efni síðunnar?