Lýðheilsunefnd

171. fundur 10. apríl 2015 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur

171. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 9. apríl 2015 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson.

Garðar Sigurgeirsson boðaði forföll.

Nefndin samþykkti að taka umsókn frá Sigurði Eiríkssyni inn á fundardagskrá sem barst 8. apríl 2015.

Dagskrá:

1.     1503021 - Alexander Þór Helgason - umsókn um íþróttastyrk
Nefndin samþykkir að veita umbeðinn styrk allt að 20.000 kr. að því gefnu að öll gögn liggi fyrir.
         
2.     1503008 - Erla Katrín - umsókn um íþróttastyrk
Nefndin samþykkir að veita umbeðinn styrk allt að 20.000 kr. að því gefnu að öll gögn liggi fyrir.
         
3.     1411017 - Heilsueflandi samfélag
Nefndin leggur til að Eyjafjarðarsveit gerist aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag og hefji það formlega í september 2015.
Tillaga nefndarinna um skipan í stýrihóp verkefnisins er þessi: Vilborg Þórðardóttir, Þórir Níelsson, Tryggvi J. Heimisson og Halldóra Magnúsdóttir sem jafnframt verður formaður hópsins.
         
4.     1502028 - Hrund E. Thorlacius - umsókn um styrk vegna ferðar á heimsmeistaramót
Nefndin samþykkir að veita umbeðinn styrk allt að 20.000 kr. að því gefnu að öll gögn liggi fyrir.
         
5.     1502023 - Íþrótta- og tómstundanefnd - Meðferð umsókna
Nefndin leggur til að fyrirkomulag styrkja verði tekið til endurskoðunar með þeim hætti að veittir verði styrkir vegna niðurgreiðslu æfingagjalda utan Eyjafjarðarsveitar, styrkir vegna ferða á íþróttamót og almennir styrkir. Ferðastyrkir verði afgreiddir með sama hætti og niðurgreiðslur æfingagjalda en almennir styrkir fari fyrir nefndina eins og verið hefur.
         
6.     1502029 - Linda Brá Sveinsdóttir - umsókn um styrk vegna ferðar á heimsmeistaramót
Nefndin samþykkir að veita umbeðinn styrk allt að 20.000 kr. að því gefnu að öll gögn liggi fyrir.
         
7.     1503022 - SAMAN hópurinn - beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf 2015
Nefndin hafnar erindinu.
         
8.     1503002 - Tinna Rún Jónsdóttir - umsókn um íþróttastyrk
Nefndin samþykkir að veita umbeðinn styrk allt að 20.000 kr. að því gefnu að öll gögn liggi fyrir.
         
9.     1504011 - Sigurður Eiríksson - umsókn um styrk vegna námsferðar til Danmerkur á vegum UMFÍ
Nefndin samþykkir að veita umbeðinn styrk allt að 20.000 kr. að því gefnu að öll gögn liggi fyrir.
         
10.     1503013 - Hestamannafélagið Funi - Ársskýrsla 2014
Ársskýrsla Funa 2014 lögð fram til kynningar.
Nefndin lýsir ánægju sinni með starfsemi Funa og niðurstöðu ársskýrslunnar.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:48


Getum við bætt efni síðunnar?