Lýðheilsunefnd

174. fundur 20. nóvember 2015 kl. 09:19 - 09:19 Eldri-fundur

174. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 19. nóvember 2015 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason embættismaður og Ingibjörg Ólöf Isaksen embættismaður.
Fundargerð ritaði: Halldóra Magnúsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. 1510012 - Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar 2016
Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis 2016. Nefndin leggur til að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt. Veittur verði sérstakur 50% afsláttur af fullorðinsgjaldi til þeirra sem framvísa framhaldsskólakorti.

2. 1509020 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2016-2019
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir málaflokkinn sem byggist á úthlutuðum fjárhagsramma sveitarstjórnar.

3. 1411017 - Heilsueflandi samfélag
Lagt fram til kynningar minnisblað frá fundi stýrihóps um heilsueflandi samfélag.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15

Getum við bætt efni síðunnar?