Lýðheilsunefnd

175. fundur 22. febrúar 2016 kl. 09:48 - 09:48 Eldri-fundur

175. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. febrúar 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður og Ingibjörg Ólöf Isaksen embættismaður.
Fundargerð ritaði: Halldóra Magnúsdóttir .

Dagskrá:

1. 1601015 - Samantekt forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2015
Forstöðumaður fór yfir samantektina með nefndarmönnum.

2. 1509030 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015 - 2016
Starfsáætlun nefndarinnar fyrir 2015-2016 endurskoðuð. Farið var yfir rekstrarniðurstöðu málaflokksins fyrir árið 2015.

3. 1602004 - Umf. Samherjar sækir um aðgang að Íþróttamiðstöðinni utan opnunartíma
Í erindi Umf. Samherja kemur fram ósk um að fá heimild til afnota af íþróttahúsinu á laugardögum frá kl. 9-10 í alls 8 skipti. Þar sem umbeðin notkun er utan opnunartíma þá lagði forstöðumaður ÍME fram valkosti til að koma til móts við ósk félagsins. Skriflegt erindi þess efnis var sent stjórn Umf. Samherja í janúar s.l. sem enn hefur ekki fengist svar við. Forstöðumaður ÍME ber ábyrgð á að rekstur sé innan samþykktrar fjárhagsáætlunar og að mati nefndarinnar eru þeir valkostir sem fram koma í svari forstöðumanns í samræmi við þær forsendur. Umf. Samherjum stendur því til boða afnot af íþróttahúsinu á umbeðnum tímum með þeim skilyrðum sem fram koma í svari forstöðumanns.

4. 1602014 - Styrkumsókn frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Nefndin samþykkir að veita Félagi aldraðra í Eyjafirði styrk vegna leikfimi og sundleikfimi að því gefnu að um sé að ræða styrk fyrir árið 2016 og að kvittanir fyrir það tímabil berist skrifstofu.

5. 1512010 - Frítíminn er okkar fag
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10

Getum við bætt efni síðunnar?