Lýðheilsunefnd

177. fundur 29. september 2016 kl. 09:22 - 09:22 Eldri-fundur

177. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 28. september 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður, Ingibjörg Ólöf Isaksen embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halldóra Magnúsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. 1608006 - Guðmundur Smári Daníelsson - styrkumsókn 2016
Nefndin fjallaði um styrkumsókn vegna þátttöku umsækjanda í keppnisferðum erlendis, en umsækjandi hefur keppt í frjálsum íþróttum undanfarin ár innan lands og utan. Gögn umsækjanda liggja fyrir á fundinum.
Nefndin samþykkir að veita umsækjanda styrk að fjárhæð kr. 20.000,-

2. 1605016 - Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2015
Starfsáætlun næstu mánaða mótuð og samþykkt.

3. 1602015 - Endurskoðun á veitingu tómstundastyrkja
Nefndin ræddi stefnu og áherslur sveitarfélagsins um styrki við börn og ungmenni í íþróttastarfi og heilsueflingu.Frekari umræðu frestað.

4. 1609018 - Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2017-2020
Ingibjörg Isaksen forstöðumaður íþróttamannvirkja greindi frá stöðu og horfum í starfsemi íþróttamiðstöðvar sem er í öllum aðalatriðum í samræmi við áætlanir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?