Lýðheilsunefnd

179. fundur 17. mars 2017 kl. 15:14 - 15:14 Eldri-fundur

179. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 16. mars 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Helga Berglind Hreinsdóttir varamaður, Ingibjörg Ólöf Isaksen embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

2. Guðmundur Smári Daníelsson - styrkumsókn 2017 - 1702009
Farið yfir umsókn og gögn umsækjanda um ferðakostnað við keppnisferðir.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði veittur ferðastyrkur að fjárhæð kr. 20.000,-

3. Ársskýrsla um störf íþrótta- og tómstundanefndar í Eyjafjarðarsveit fyrir árið 2016 - 1703016
Drög að ársskýrslu um störf íþrótta- og tómstundanefndar í Eyjafjarðarsveit fyrir árið 2016 lögð fyrir nefndina.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög sem skýrslu sína.

4. Kvennahlaup ÍSÍ 2017 - 1703018
Kvennahlaupi ÍSÍ 2017 verður haldið sunnudaginn 18. júní.

Forstöðumaður gerir grein fyrir vinnu við undirbúning og fyrirkomulag Kvennahlaups ÍSÍ sunnudaginn 18. júní nk. Einnig verklagi við skráningu þátttakenda. Umræður urðu um framkvæmdina.

1. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Áætlun um að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út - 1701006
Nefndin fór yfir upplýsingar, sem og aðgerðaáætlun Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að skipta út dekkjakurli á leik og íþróttavöllum. Þar koma fram markmið um að við endurnýjun verði leitast við að nota nýtt og heilnæmara kurl við endurnýjun þess á völlum sem uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru á þeim tíma. Áætlun ráðuneytisins gerir ráð fyrir að fyrir árslok 2026 verði búið að skipta út dekkjagúmmí á öllum leik- og íþróttavöllum.

Miðað við þessa áætlun verður búið að skipta út dekkjakurli á sparkvellinum við Hrafnagilsskóla innan þessara tímamarka í samræmi við ofangreint. Nefndin leggur til að forstöðumanni íþróttamannvirkja verði falið að leita bestu leiða við að bæta kurli í völlinn fram til þess að heildarnýjun fari fram.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25

Getum við bætt efni síðunnar?