Lýðheilsunefnd

180. fundur 07. júní 2017 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur

 

180. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 6. júní 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir, formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson, aðalmaður, Ármann Ketilsson, varamaður, Helga Berglind Hreinsdóttir, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. Hestamannafélagið Funi - Ársskýrsla æskulýðsnefndar 2016 - 1703041
Lagt fram til kynningar. Nefndin þakkar Funa fyrir skýrsluna sem gefur til kynna blómlegt og gróskumikið starf.

2. Hestamannafélagið Funi - Ársreikningur Funa 2016 - 1703042
Farið yfir ársreikning félagsins sem gefur til kynna að rekstur þess sé í góðu jafnvægi. Nefndin lýsir ánægju með upplýsingagjöf félagsins og fagnar ábyrgum rekstri þess.

3. Sveinborg Katla Daníelsdóttir - Styrkumsókn vegna æfingaferða 2017 - 1703044
Fyrir fundinum liggur umsókn Sveinborgar Kötlu Daníelsdóttur, um styrk vegna æfingarferðar í frjálsum íþróttum til Portúgal sem farin var í apríl.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Sveinborgu Kötlu verði veittur styrkur að fjárhæð kr. 20.000,- vegna æfingaferðarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?