Lýðheilsunefnd

181. fundur 08. september 2017 kl. 13:16 - 13:16 Eldri-fundur

 

181. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 5. september 2017 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir, formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason, aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson, aðalmaður, Ármann Ketilsson, varamaður, Helga Berglind Hreinsdóttir, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Dagskrá:

2. Merking frisbígolfvallar - 1708025
Farið yfir fyrirliggjandi minnisblað sveitarstjóra um erindi frá UMF Samherjum um merkingar og aðbúnað við frisbígolfvöll.

Nefndin tekur undir að æskilegt sé að ráðast í þau verkefni sem tilgreind eru, að merkja teigsvæði og koma þar fyrir mottum af einhverju tagi. Nefndin beinir því UMF Samherja að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna verkefnisins, sem verði yfirfarin samhliða vinnu við fjárhagsáætlun. Í þeirri vinnu verði horft til samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og ungmennafélagsins frá 2011 og 2013.

3. Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar - Endurskoðun 2017 - 1707005
A.
Á grundvelli samstarfssamnings við Samherja eru lagðar fyrir nefndina ársskýrsla og ársreikningur vegna ársins 2016.

Nefndin þakkar fyrir skýrsluna sem veitir góðar upplýsingar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og dregur fram blómlegt og fjölbreytt starf fyrir börn og ungmenni. Í samstarfssamningi er gert ráð fyrir að Samherjar haldi greinargóða skrá yfir þá sem taka þátt í æfingum og keppnum á vegum félagsins, sbr. 8. gr. Nefndin óskar eftir að félagið taki saman þessar upplýsingar og komi þeim til nefndarinnar.

Ársskýrslan gerir grein fyrir allsterkum fjárhag ungmennafélagsins og ber að fagna þeirri góðu stöðu og möguleikum sem í henni felst fyrir starfið í félaginu.


B.
Farið yfir fyrirliggjandi minnisblað sveitarstjóra af fundi með stjórn UMF Samherja þar sem til umræðu var samstarfssamningar og framkvæmd þeirra, verkefni og íþróttastarf.

Nefndin tekur undir að æskilegt sé að ráðast í þau verkefni sem tilgreind eru og jafnvel fleiri, en jafnframt þarf að forgangsraða þeim. Nefndin beinir því UMF Samherja að gera drög að kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna verkefna í samstarfi við starfsmenn eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar, sem verði yfirfarin samhliða vinnu við fjárhagsáætlun. Í þeirri vinnu verði horft til samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og ungmennafélagsins frá 2011 og 2013 vegna kostnaðarskiptingar.

C.
Samstarfssamningurinn frá 2013 gerir ráð fyrir fjárstyrk til Samherja til að standa undir íþróttastarfi og kostnaði við leigu á tímum í íþróttamiðstöð. Nefndin gerir ráð fyrir að vetrarstarfið verði í samræmi við gildandi samning.

1. Endurskoðun íþrótta- og hreyfistyrkja - 1602015
Farið yfir reynsluna það sem af er ári af því fyrirkomulag að senda út hreyfistyrki í formi númeraðra ávísana. Skráning þeirra leiðir í ljós að lakar heimtur hafa verið, sem vekur spurningar um hvork markmið um að hvetja börn og ungmenni til fjölbreyttrar hreyfingar eru að nást. Lagt er til að fyrirkomulaginu verði breytt og framvegis verði heimilt að framvísa ávísunum hjá Samherjum og Funa jafnt og öðrum í þeirri von að auka almenna hreyfingu meðal barna og ungmenna.Styrkurinn er enda ætlaður börnum 6 til 17 ára, þeim til hvatningar í anda heilsueflandi samfélags.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?