Lýðheilsunefnd

188. fundur 21. nóvember 2018 kl. 13:01 - 13:01 Eldri-fundur

188. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 20. nóvember 2018 og hófst hann kl. 14:30.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir, Líf Katla Angelica Ketilsdóttir, Karl Jónsson, Sigurður Eiríksson, Jófríður Traustadóttir, Stefán Árnason, Finnur Yngvi Kristinsson og Erna Lind Rögnvaldsdóttir.
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson ritari.

Dagskrá:

1. Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar - 1811003
Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri kynnti vinnu við nýja vefsíðu sveitarfélagsins.

2. Fjárhagsáætlun 2019 - Íþrótta- & tómstundanefnd - 1810039
Stefán Árnason skrifstofustjóri fór yfir fjárhagsramma í málaflokkum nefndarinnar. Fyrirliggjandi fjárhagsrammi samþykktur.
Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar kynnti gjaldskrá og opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar og tillögur að breytingum. Tillögurnar samþykktar í samræmi við umræður á fundinum.

3. Íþrótta- og tómstundastyrkur 2018 - 1802017
Samþykkt að hækka íþrótta- og tómstundastyrk úr kr. 15.000 í kr. 20.000 fyrir árið 2019.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?