Lýðheilsunefnd

192. fundur 25. febrúar 2020 kl. 15:00 - 16:25 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir formaður
  • Karl Jónsson
  • Sigurður Eiríksson
  • Jófríður Traustadóttir
  • Guðrún Helga Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Halldóra Magnúsdóttir Formaður

Dagskrá:

1. Íþrótta- og tómstundastyrkur - 1802017
Upplýsingar um nýtingu tómstundastyrks lagðar fram. Þær gefa til kynna að rúmlega 100 einstaklignar hafi nýtt sér styrkinn.
Samþykkt

2. Staða rekstrar 2019 - 2002016
Stefán Árnason skrifstofustjóri fór yfir rekstrartölur málaflokksins fyrir árið 2019.
Samþykkt

3. Ársskýrsla 2019 - 2002017
Starfsskýrsla nefndarinnar fyrir árið 2019 lögð fram til kynningar.
Samþykkt

4. Heilsueflandi samfélag - 1906003
Stefnumótun Heilsueflandi samfélags kynnt. Rætt um stöðu verkefnisins í Eyjafjarðarsveit og framtíðarmöguleika. Leitað verður leiða til að framkvæma lýðheilsulega könnun meðal íbúa sem verði árleg.
Samþykkt

5. Erindisbréf Lýðheilsunefndar - 1911028
Erindisbréf lýðheilsunefndar lagt fram til kynningar.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25

Getum við bætt efni síðunnar?