Lýðheilsunefnd

193. fundur 11. júní 2020 kl. 15:00 - 16:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Karl Jónsson
  • Sigurður Eiríksson
  • Jófríður Traustadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson ritari

Dagskrá:

1. UMSE og Eyjafjarðarsveit - 2006006

Gestir
Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri UMSE - 15:05
Þorsteinn Marinósson framkvæmdastjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar sótti fundinn undir þessum lið í gegn um fjarfundabúnað. Þorsteinn fór yfir hlutverk UMSE sem er fjölbreytt þjónusta við aðildarfélög, sveitarfélög, landssamtök, viðburðir og fleira. Verkefnin núna eru m.a. að tryggja að lög um persónuvernd verði virt innan félaga og að sakavottorða verði aflað við ráðningu starfsmanna sem vinna með börn. Hann kynnti hugmyndir til að treysta rekstrargrundvöll sambandsins. Þær snúa að því í stuttu máli að gegn hærri rekstrarstyrkjum taki sambandið að sér verkefni fyrir aðildarfélög og sveitarfélög sem sérstaklega verður greitt fyrir. Sigurður Eiríksson fór yfir nánari útfærslur á starfi UMSE, en hann er stjórnarformaður sambandsins. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi samningsdrög við UMSE verði samþykkt. Sigurður sat hjá við umræðu og bókun vegna samningsins.
Samþykkt

2. Bókasending til eldri borgara - 2006007
Formaður kynnti bókina Hreyfing - æfingar og teygjur fyrir 60 ára og eldri, sem lýðheilsunefnd gaf eldri borgurum í sveitarfélaginu 67 ára og eldri. Bókinni er ætlað að auðvelda þessum aldurshópi að stunda líkamsæfingar heima við.
Samþykkt

3. Kvennahlaup 2020 - 2006008
Erna Lind Rögnvaldsdóttir fór yfir framkvæmd Kvennahlaups ÍSÍ sem haldið verður laugardaginn 13. júní kl. 11.00. Hlaupið er frá íþróttamiðstöðinni og norður eftir hlaupa- og hjólastígnum.
Samþykkt

4. Heilsueflandi samfélag - 1906003
Formaður sagði frá verkefninu Heilsueflandi samfélag og gátlistum embættis landlæknis í því sem yfirfarnir verða í haust. Formanni í samstarfi við sveitarstjóra falið að ræða við Þorstein Marinósson framkvæmdastjóra UMSE um möguleg verkefni innan Heilsueflandi samfélags.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

Getum við bætt efni síðunnar?