Lýðheilsunefnd

196. fundur 26. janúar 2021 kl. 15:00 - 17:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Karl Jónsson
  • Sigurður Eiríksson
  • Jófríður Traustadóttir
  • Guðrún Helga Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson ritari

Dagskrá:

1. Opnunartími sundlaugar - 2101007
Sveitarstjóri fer yfir opnunartíma sundaugar Eyjafjarðarsveitar og tillögur að breytingum þar að lútandi með tilliti til aðsóknar í laugina og styttingu vinnuvikunnar.
Rætt um tillögur að breyttum vetraropnunartíma sundlaugar. Tillögurnar taka mið af aðsóknartölum og ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar. Nefndin leggur til að opnunartími sundlaugar verði virka daga frá kl. 6.30 - 8 og 14 - 22 nema á föstudögum loki kl. 20. Þá leggur nefndin til að um helgar verði sundlaugin opin frá kl. 10 - 19. Breytingarnar taki gildi frá 6. apríl.
Samþykkt

2. Lýðheilsustyrkur - 2101009
Að beiðni sveitarstjórnar ræðir lýðheilsunefnd um fyrirkomulag á lýðheilsustyrk til eldri borgara. Lýðheilsunefnd leggur til við sveitarstjórn að eldri borgurum standi til boða sérstakur lýðheilsustyrkur sem þeir geti nýtt sér til heilsueflingar að eigin vali, að upphæð kr. 15.000 á ári.
Samþykkt

3. Benjamín Örn Davíðsson - Íþrótta- og tómstundastyrkir - 2012001
Tekið fyrir bréf frá Benjamín Erni Davíðssyni varðandi upphæð íþrótta- og tómstundastyrks í sveitarfélaginu. Nefndin þakkar erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunargerðar þar sem fjárhagsáætlun þessa árs hefur þegar verið samþykkt. Nefndin kallar jafnframt eftir upplýsingum frá skrifstofu sveitarfélagsins um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs í sveitarfélaginu samanborið við önnur nágrannasveitarfélög.

4. Heilsueflandi samfélag - 1906003
Rætt um Heilsueflandi samfélag, hugmyndir að verkefnum og viðburðum.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?