Lýðheilsunefnd

198. fundur 25. maí 2021 kl. 14:00 - 16:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Sigurður Eiríksson
  • Jófríður Traustadóttir
  • Guðrún Helga Kristjánsdóttir
  • Ármann Ketilsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
Fundargerð ritaði: Sigurður Eiríksson ritari

Dagskrá:

1. UMF Samherjar samráðsfundur - 2103007
Gestir
Karl Jónsson - 14:30
Sigríður María Róbertsdóttir - 14:30
Fulltrúar Umf. Samherjar fóru yfir starf félagsins og fjárhag.
Umf. Samherjar óska eftir að stuðningur sveitarfélgasins við félagið verði settur í fastara
form og verði bæði húsaleigustyrkur og rekstrarstyrkur.
Ákveðið að halda áfram viðræðum við Umf. Samherjar fram að næsta fundi og stefnt að
því að leggja fram mótaðar tillögur á þeim fundi sem yrði sá fyrsti eftir sumarfrí.

2. Heilsurækt eldri borgara - 2104032
Formaður nefndarinnar kynnti fyrir nefndinni sérstakan styrk vegna viðbótarverkefna
fyrir 67 ára og eldri sem fékkst frá Félagsmálaráðuneytinu.

3. Íþrótta- og tómstundamál - fjárhagsstaða 30.04.21 - 2105021
Formaður fór yfir fjárhagsstöðu málaflokksins fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins. Reksturinn
er á áætlun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

Getum við bætt efni síðunnar?