Lýðheilsunefnd

103. fundur 27. apríl 2007 kl. 10:47 - 10:47 Eldri-fundur
103. fundur íþrótta- og tómstundanefndar 9. mars 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Styrkbeiðni frá Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttur.
Samþykkt samhljóða að veita hámarksstyrk, kr. 25.000.

2. Styrkbeiðni frá Garðari Stefáni Sigurgeirssyni.
Samþykkt samhljóða að veita hámarksstyrk, kr. 25.000.

3. Styrkbeiðni frá Saman hópnum.
ákveðið að styrkja Saman hópinn um 50.000 kr. og taka það út af liðnum "óráðstafað, 06-01-9998".

4. Styrkbeiðni frá Hólavatni.
ákveðið að styrkja KFUM-KFUK um 50.000 kr. og taka það út af liðnum "óráðstafað, 06-01-9998".

5. Kvennahlaup íSí og gönguhópur.
Kvennahlaup íSí 16. júní 2007. Steinunn Arnars ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, sér um gönguhóp á sunnudags- og fimmtudagskvöldum frá 12. apríl fram að hlaupi. Gengið er frá Hrafnagilsskóla.

6. Skyndihjálparnámskeið fyrir almenning.
Skyndihjálparnámskeið verður haldið í Hrafnagilsskóla 9., 11., 18. og 19. apríl kl. 19:30 - 22:30. Umsjónarmaður er Valur Halldórsson, sjúkraflutningamaður. Hámarksfjöldi er 15 manns og þátttökugjald er 2.500 kr.

7. Orri Stefánsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á íþróttamannvirkjum Hrafnagilsskóla.
Orri kom ekki á fundinn.

8. Arnar oddviti, Elísabet Sigurðardóttir og Einar Gíslason mættu til skrafs og ráðgerða.
Rætt um sundlaugina, gagnrýni á hana, starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, starf nefndarinnar og fl.



Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:25.
Getum við bætt efni síðunnar?