Lýðheilsunefnd

107. fundur 13. júní 2007 kl. 09:12 - 09:12 Eldri-fundur

107. fundur íþrótta-og tómstundanefndar 12. júní 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru: þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Styrkbeiðni frá Auði Jónu Einarsdóttur.
Auður sækir um styrk vegna skautaæfingabúða í Slóvakíu 3.–16. júlí 2007. Styrkbeiðnin samþykkt og veittur styrkur að upphæð 25.000.-

2. Styrkbeiðni frá Stefáni Bjarnasyni.
Stefán sækir um styrk vegna ferðar á Alheimsmót skáta 2007 sem haldið er í Bretlandi 27. júlí til 8. ágúst 2007. Styrkbeiðnin samþykkt og veittur styrkur að upphæð kr. 25.000.- og skal hann tekinn af liðnum "óráðstafað".

3. Erindi frá foreldrum barna sem stunda íþróttir á Akureyri.
Foreldrar barna, sem stunda íþróttir á Akureyri, óskuðu eftir því að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar athugaði hvort hægt væri að styrkja þessi börn. Vísaði sveitarstjórn erindinu til íTE. Nefndarmenn voru sammála um að kanna málið fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar í samvinnu við sveitarstjórn og aðrar nefndir sem hugsanlega gætu komið að málinu.

4. ósk Samherja um áhaldakaup á útisvæði.
Formaður U.m.f. Samherja sækir um styrk til að kaupa áhöld á útisvæði, standsetja kasthring og undirbúa hástökkssvæði og hlaupabrautir fyrir yfirborðsefni, samtals kr. 12.542.421. Formanni nefndarinnar falið að skoða málið með Bjarna Kristjánssyni, sveitarstjóra og vísa síðan málinu til sveitarstjórnar.
Auk þess spurðist formaður Samherja fyrir um það af hverju árlegar greiðslur til félagsins hafi lækkað milli ára. Skv. fjárhagsáætlun íTE hækkaði styrkurinn um 4% frá fyrra ári.

5. Erindi frá formanni skólanefndar vegna sparkvallar.
Eyjafjarðarsveit býðst að taka þátt í "sparkvallaátaki" KSí. Slíkur völlur, sem yrði staðsettur á lóð Hrafnagilsskóla, kostar 10-14 milljónir og greiðir KSí 2-3 milljónir af þeim kostnaði. KSí þarf að fá svar sem fyrst og var ákveðið að formaður íTE skoði framhaldið með Bjarna Kristjánssyni, sveitarstjóra áður en málinu verði vísað til sveitarstjórnar.

6. Sundnámskeið fullorðinna.
Sundnámskeið fullorðinna hefst 25. júní og er orðið fullt á það. Kennari er Ingibjörg ísaksen. ákveðið að íTE kaupi froskalappir og korka fyrir námskeiðið.

7. Kvennahlaup íSí.
Allt að verða klárt fyrir kvennahlaupið. Hjúkrunarfræðingur, íþróttaleiðbeinendur, Funafélagar og Hjálparsveitarmenn verða á staðnum. Boðið verður upp á grænmeti, ávexti og Kristal.

8. önnur mál.
Rætt um öryggismál í sundlauginni við Hrafnagilsskóla og hugsanlega óundirbúna björgunaræfingu.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:50.
Næsti fundur verður laugardaginn 16. júní 2007 kl. 10:00 í Hrafnagilsskóla.

Getum við bætt efni síðunnar?