Lýðheilsunefnd

109. fundur 16. ágúst 2007 kl. 09:28 - 09:28 Eldri-fundur
109. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar 5. ágúst 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru: þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.

1. Styrkbeiðni frá Katrínu þöll Ingólfsdóttur.
Katrín sækir um styrk vegna æfingabúða og knattspyrnumóts í Skövde í Svíþjóð 11. – 23. júlí 2007. Styrkbeiðnin samþykkt og veittur styrkur að upphæð 25.000.-

2. Styrkbeiðni frá Rósu árnadóttur, Helgu Björgu Garðarsdóttur og Caitlín Fern O´Brian.
Stúlkurnar sækja um styrk vegna ferðar á Alheimsfimleikasýninguna Gymnastrada 2007. Nefndin óskar frekari upplýsinga um verð, tímasetningu og staðsetningu.

3. Styrkbeiðni frá þórhalli þorvaldssyni og Söru Arnbro.
þórhallur og Sara sækja um 650.000 kr. styrk til að reka reiðskóla eftir knapamerkjakerfi. Ekki er hægt að verða við styrkbeiðninni á yfirstandandi fjárhagsári. Nefndarmenn eru ekki vissir um að beiðnin eigi erindi við íTE þar sem um atvinnustarfsemi er að ræða en ekki íþróttastarf. Erindi visað til sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar.

4. önnur mál.
Kristín sagði frá niðurstöðum sveitarstjórnar um að fresta öllum framkvæmdur á íþróttasvæðinu við Hrafnagilsskóla.
Rætt um opnun sundlaugarinnar á Uppskeru- og handverkshátíðinni. Nefndarmenn sammála um að opnunartími sé rýmri þannig að sýnendur geti notað hana. ákveðið að biðja Sigurlín um að skila greinagerð um hvernig til tókst á hátíðinni.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21:15.
Getum við bætt efni síðunnar?