Lýðheilsunefnd

118. fundur 11. desember 2007 kl. 10:41 - 10:41 Eldri-fundur
118. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar 10. desember 2007 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Mættir eru: Elmar Sigurgeirsson, Garðar Jóhannesson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og þórir Níelsson.

1. Styrkbeiðni frá Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttur.
Steinunn sækir um styrk. Hún æfir íshokký í Kaupmannahöfn en býr í Malmö í Svíþjóð. Steinunn fékk styrk fyrr á þessu ári og því sér nefndin sér ekki fært að verða við þessari beiðni.

2. Styrkbeiðni frá Steinari Grettissyni og ómari Smára Skúlasyni.
Kristín Kolbeinsdóttir vék af fundi. Steinar og ómar sækja um styrk vegna ferðar til Canazey á ítalíu 8.-16. desember. þeir voru valdir til að spila með U-20 landsliðinu og spila þar 5 landsleiki. Nefndarmenn sammála um að veita þeim styrki, 25.000 hvorum.

3. Forgangsröðun innkaupa fyrir áramót.
ýmislegt hefur verið keypt fyrir íþróttamannvirkin í Hrafnagilsskóla s.s. gólfþvottavél og ýmis áhöld fyrir íþróttahúsið. Garðar telur þörf á endurskipulagningu í áhaldageymslunni og er falið að kaupa það sem til þarf til að gera það. Hann ætlar líka að athuga með fleiri líkamsræktartæki. Einnig ætlar Garðar að setja sig í samband við Hans R. Snorrason, umsjónarmann félagsmiðstöðvar, og kanna hvort eitthvað vanti í hana.

4. önnur mál.
Nefndarmenn íTE eru mjög ósáttir við að eimbað íþróttamiðstöðvarinnar skuli ekki vera opið og skora á sveitarstjórn að ganga í málið sem allra fyrst og gera það sem til þarf til að opna það á ný.
Garðar sagði frá hugmynd sinni um að íþróttamannvirkin í Hrafnagilsskóla verði hluthafi í "útilegukortinu 2008" en það veitir handhöfum þess afslátt af gistingu á tjaldsvæðinu og hugsanlega af aðgangseyri í sundlaugina.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:10.
Getum við bætt efni síðunnar?