Lýðheilsunefnd

119. fundur 30. janúar 2008 kl. 13:36 - 13:36 Eldri-fundur
119. fundur íþrótta-og tómstundanefndar
29. janúar 2008 kl. 20:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Mættir eru: Elmar Sigurgeirsson, Garðar Jóhannesson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og þórir Níelsson.

1. Styrkbeiðni frá Ebbu Karen Garðarsdóttur.
Ebba sækir um styrk vegna æfingaferðar til Portúgals 19.-29. mars 2008. Ebba æfir frjálsar íþóttir. Samþykkt samhljóða að veita Ebbu styrk að upphæð kr. 25.000.

2. 13. Unglingalandsmót UMFí sem haldið verður 2010.
Ungmennafélag íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 13. Unglingalandsmóts UMFí sem haldið verður 2010. Nefndarmenn skora á Sveitarstjórn að sækja um unglingalandsmótið 2010 annað hvort eitt sér eða í samvinnu við aðra.

3. Tillaga að stofnun íþróttaskóla á vegum íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.
Tillagan var rædd af nefndarmönnum og eru þeir sammála um að hún sé afar vænlegur kostur og mjög til framdráttar fyrir sveitarfélagið. Skv. tillögunni er nauðsynlegt að tryggja aðgengi íþróttamiðstöðvarinnar að neðri hæð heimavistarhúsnæðis Hrafnagilsskóla í a.m.k. tvö ár. Nefndarmenn fara þess eindregið á leit við Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að hún tryggi framgang þessa máls hið allra fyrsta.

4. önnur mál.
1) Rætt um hvort grasvellir íþróttamiðstöðvarinnar verði til afnota fyrir önnur íþróttafélög.
2) Eimbaðið er ennþá ónothæft en Garðar segir að pantað hafi verið ál til viðgerðar og gert verði við það eins fljótt og auðið er.
3) Rætt um óróa sem skapast þegar börn bíða í íþróttahúsinu fyrir og eftir æfingar hjá Samherjum. þar sem þetta er utan skólatíma eru börnin á ábyrgð foreldra enda enginn starfsmaður í eftirliti með þeim. Garðar mun hafa samband við Karl skólastjóra og ræða úrbætur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30.
Getum við bætt efni síðunnar?