Lýðheilsunefnd

126. fundur 24. september 2008 kl. 11:20 - 11:20 Eldri-fundur
126. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 23. september 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Kristín Kolbeinsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Elmar Sigurgeirsson, Lilja Sverrisdóttir, þórir Níelsson,

Fundargerð ritaði:  Nanna Jónsdóttir ,


Dagskrá:

1. 0809024 - Ungmennafélagið Samherjar óska eftir að opnunartími íþróttamiðstöðvar verði aukinn
íTE fjallaði um málið og telur æskilegast ef hægt er að nýta þá tíma sem lausir eru nú þegar í húsinu. Ef engin aðsókn verður að þessum tímum, þrátt fyrir auglýsingar, eru nefndarmenn tilbúnir að taka málið til endurskoðunar í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og formann Samherja.

2.    0809009 - Sundnámskeið og æfingar haust 2008
íTE fagnar framtaki Ingibjargar Isaksen og mun niðurgreiða námskeiðið með því að greiða aðgangseyri fyrir þátttakendur.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:10
Getum við bætt efni síðunnar?