Lýðheilsunefnd

129. fundur 05. desember 2008 kl. 15:30 - 15:30 Eldri-fundur
129. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 25. nóvember 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Nanna Jónsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, þórir Níelsson, Hafdís Pétursdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Nanna Jónsdóttir , ritari

Dagskrá:

1.    0810004 - Fjárhagsáætlun 2009 Undirbúningur
Framhaldsvinna við fjárhagsáætlun 2009.
íTE beinir því til sveitarstjórnar að kanna hvort endurskoða megi styrk til U.M.S.E. sem Héraðsnefnd ræður hverju sinni.
Guðrún lagði fram tillögur að sparnaði í íþróttamannvirkjum sveitarinnar. Hún leggur til að yfirbreiðsla verði útbúin þannig að auðveldara verði að nota hana og hún sett yfir sundlaugin allar nætur. Hún ætlar einnig að skoða hvort loka eigi eimbaði og/eða vaðlaug á virkum dögum yfir vetrartímann. Guðrún leggur ennfremur til að opnunartími sundlaugar verði styttur um 2 klst. á virkum kvöldum þ.e. að lokað verði kl. 20:00 og um helgar verði tíminn styttur um 1 klst. og opið verði til 17:00.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:30
Getum við bætt efni síðunnar?