Lýðheilsunefnd

130. fundur 25. febrúar 2009 kl. 16:12 - 16:12 Eldri-fundur
130. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 24. febrúar 2009 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, þórir Níelsson, Hafdís Pétursdóttir,

Fundargerð ritaði:  Kristín Kolbeinsdóttir , formaður



Dagskrá:

1.    0902009 - Ungt fólk og lýðræði - ráðstefna 4. - 5. mars 2009
Nefndin fjallaði um erindið frá UMFí. Við viljum gjarnan senda fulltrúa á ráðstefnuna og verður gengið í það mál hið snarasta. Sá fulltrúi verður beðinn um að gera nefndinni grein fyrir ráðstefnunni.


2.    0812003 - Skýrsla um áhrif efnahagsástandsins á íþróttahreyfinguna
Nefndin fjallaði um skýrsluna og tekur tillit til þeirra tilmæla sem þar koma fram um fjárhagsstuðning ef á þarf að halda. það verður gert í samráði við Ungmennafélagið Samherja og félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar. Formaður tekur að sér að hafa samband við áðurnefnda aðila.


3.    0811016 - Styrkbeiðni frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar 2008.
Nefndin tók beiðnina fyrir og hefur ákveðið að veita styrk að upphæð 550.- á hvern íbúa Eyjafjarðarsveitar.



Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21:00
Getum við bætt efni síðunnar?