Lýðheilsunefnd

134. fundur 17. mars 2010 kl. 09:50 - 09:50 Eldri-fundur
134 . fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 16. mars 2010 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Nanna Jónsdóttir, Elmar Sigurgeirsson, Lilja Sverrisdóttir, þórir Níelsson, Jónas Vigfússon, Guðrún Sigurjónsdóttir og Hafdís Pétursdóttir.

Fundargerð ritaði:  Nanna árný Jónsdóttir, formaður.

Dagskrá:

1.     1003009 - Umsókn um styrk vegna æfingarferðar til Spánar
ákveðið að veita Jónasi Godsk Rögnvaldssyni styrk að upphæð 20.000 kr.
         
2.     0910007 - Umsókn UMSE um rekstrarstyrk 2010
Samþykkt að veita UMSE 500.000 kr. styrk fyrir árið 2010.
         
3.     1003013 - Upplýsingakort um tjaldstæði
Guðrún kynnti hugmynd að bæklingi sem yrði dreift til allra gesta á tjaldsvæðinu. í honum yrðu reglur tjaldsvæðisins og neyðarnúmer. Einnig yrðu áhugaverðir staðir í Eyjafjarðarsveit kynntir sem og þjónustuaðilar í sveitinni.
         
4.     1003012 - Samstarfssamningur Umf. Samherja og Eyjafjarðarsveitar
Samstarfssamningurinn ræddur. Sveitarstjóri og forstöðumaður íþróttamannvirkja hvött til halda áfram vinnu við endurskoðun samnings ásamt formanni U.m.f. Samherja.
         
5.     1003014 - Rekstur íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis sumar 2010
Guðrún kynnti hækkun á verðskrá tjaldsvæðis fyrir sumarið 2010 en verð í sundlaug hækka ekki. Nefndarmenn gera engar athugasemdir við hækkanirnar.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00
Getum við bætt efni síðunnar?