Lýðheilsunefnd

66. fundur 11. desember 2006 kl. 00:37 - 00:37 Eldri-fundur

66. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar 10. apríl 2003, kl. 20:15

Mættir: ásta, Elmar, Gunnur, Kristín og Sveinbjörg.

 

Dagskrá:
1. Barnfóstrunámskeið
2. Erindi frá FRA
3. Karl Frímannsson kynnir forvarnarstefnu
4. Bréf frá sveitarastjórn
5. Brainstorm

 

1. Barnfóstrunámskeið
Rauði Kross íslands sér um barnfóstrunámskeið, aldurstakmark 11 ? 15 ára, 20 manns í hóp. Verð 4.500,- pr. mann, bakpoki innifalinn.

 

2. Erindi frá FRA
ósk frá Fimleikaráði Akureyrar um niðurfellingu á leigu íþróttahúss Hrafnagilsskóla v/tíma sem félagið notaði í vetur. Beiðnin samþykkt.

 

3. Karl Frímannsson kynnir forvarnarstefnu
Karl afboðaði.

 

4. Bréf frá sveitarstjórn
Sveitarstjórn óskaði eftir ítarlegri útfærslu á hugmyndum íþr. og tómstundanefndar um sameiginlegan umsjónarmann á íþróttamannvirkjum Hrafnagilsskóla. Uppkast að starfsáætlun og kostnaðarliðum gerð. Frestað til næsta fundar meðan gagnaöflun fer fram.

 

5. Brainstorm
Frestað til næsta fundar.

 

Fundi slitið kl. 21:30

Kristín Kolbeinsdóttir,
Sveinbjörg Helgadóttir
Elmar Sigurgeirsson
ásta Stefánsdóttir
Gunnur ýr Stefánsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?