Lýðheilsunefnd

67. fundur 11. desember 2006 kl. 00:40 - 00:40 Eldri-fundur

67. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar 8. maí 2003, kl. 20:15

Mættir: ásta, Elmar, Gunnur, Kristín og Sveinbjörg.

 

Dagskrá:
1. Barnfóstrunámskeið
2. Umræða um sameiginl. umsjónarmann íþróttamannvirkja á Hrafnagili
3. Erindi frá Funa
4. Brainstorm

 

Afgreiðsla:

1. Barnfóstrunámskeið

Barnfóstrunámskeiði frestað fram í júní sökum anna unglinga.
þri. og fim. 3. og 5. júní og 10. og 12. júní kl. 19:00 - 20:00. Hafsteinn lætur vita hvort þessar dagsetningar og tímasetning ganga upp.

 

2. Umræða um sameiginlegan umsjónarmann íþróttamannvirkja
ásta kannaði óformlega hjá nokkrum aðilum úti á landi hvernig slíkum störfum er háttað. það reyndist mjög mismunandi.
Nú þegar er byrjaður átroðningur af hópum úr bænum á íþróttasvæði skólans. ásta hefur séð um að hlaupa til og reka burt, alveg óbeðin og af sjálfsdáðum. Samþykkt var að nota starfslýsingu umsjónarmanns á Hellu til hliðsjónar. þar eru dagvinnulaun 150.000,- ath. að launatengd gjöld er eftir að reikna á þau. Hann tekur vaktir og getur þannig hækkað launatölu sína.
Starf hans felst m.a. í því að:

* Bóka íþróttamannvirki og markaðssetja þau.
* Innheimta leigu
* Sjá um mannahald.
* Sjá um viðhald á velli.

Nefndarmönnum þykir þessi launatala ansi lág fyrir þá ábyrgð sem felst í svona starfi. Nauðsynlegt er að í þetta starf ráðist áhugasamur og drífandi starfskraftur sem hefði jákvæð áhrif á íþróttastarf sveitarfélagsins. Laun þyrftu að byrja t.d. í 170.000,- og vera endurskoðuð eftir 3. mán. með möguleika á hækkun ef vel gengur.


Nefndin vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar og mun útbúa ítarlega greinargerð ef óskað er eftir áframhaldandi vinnu í þessu máli.

 

3. Erindi barst frá hestamannafélaginu Funa dagsett 27.11.´02 og var ítrekað símleiðis í lok apríl. þar var óskað eftir styrk fyrir barna- og unglingastarf félagsins
Nefndin samþykkti í des. við gerð fjárhagsáætlunar að Funi fengi 230.000,- í styrk af liðnum aðrir styrkir. Sjá nánar fundargerð 9.12, 61. fundar bls. 111, liður 9.

 

4. Brainstorm
Brainstormi frestað þar sem langur tími fór í umræðu um umsjónarmann íþróttamannvirkja og íþróttaaðstöðu frjálsra íþrótta.

 

5. Fyrirspurn til sveitarstjórnar frá íþrótta- og tómstundanefnd
Hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar áhuga á því að útbúa íþróttamannvirki þannig að við séum samkeppnishæf í baráttunni um meistaramót og landsmót ungmennafélaganna?

Bent skal á að Dalvíkurbyggð sækir mjög stíft að fá slík mót þar sem reynsla þeirra sýnir að þau efli og kynni byggðina og skili um leið peningum í byggðarlagið úr vasa ferðamanna.


Fundi slitið kl. 22:00

Kristín Kolbeinsdóttir
Sveinbjörg Helgadóttir
Elmar Sigurgeirsson
ásta Stefánsdóttir
Gunnur ýr Stefánsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?